Samstaða á örlagatímum þjóðarinnar

Á þessum svarta degi í sögu þjóðarinnar er vonlaust að svara öllum spurningum með vissu. Mér finnst samt réttar ákvarðanir hafa verið teknar og tel þetta eina skrefið sem hægt er að stíga við mjög erfiðar aðstæður. Mjög vel kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra fyrir stundu að óvissan er algjör en reynt er allt hið besta til að ná þjóðinni út úr þessum ógöngum, sem eru fjarri því bundnar bara við okkar fjármálalíf.

Á þessum örlagatímum þjóðarinnar er mikilvægt að pólitískt þras verði sett til hliðar. Nú þurfa allir að snúa bökum saman til að þessi þjóð nái að feta sig út úr vandanum. Þetta er ekki tími fyrir pólitísk hnútuköst og ósætti heldur þarf að ná pólitískri samstöðu um vandann og vinna sig úr honum. Ég tel að það hafi tekist með samstöðu allra flokka um aðgerðir og þær verði afgreddar fljótlega af Alþingi.

Síðar má velta fyrir sér hverjum vandinn er að kenna. Nú er baráttan um tvennt, annað hvort synda eða sökkva í ólgusjónum. Við verðum að hugsa um eitthvað allt annað núna en finna sökudólgana, en þeir munu finnast og gert verður upp við þá þó síðar verði.

mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Fyrir þá sem hafa lesið greinar Jóhannesar bjarnar á gæðavefnum vald.org á undaförnum árum kemur nákvmlega ekkert í sambandi við þessa kreppu og krísu íslendinga á óvart, hann er búinn að vara við því að ekki gæti mögulega öðruvísi farið í mörg ár og sjá þetta allt fyrir af mikilli nákvæmni, enda afar fyrirsjánlegt, vandamálið er/var að enginn hafði áhuga á að hlusta þo að það hefði betur verið gert. Sjálfur er ég búinn að vera að bergmála hans ábendingar á þriðja ár á minni síðu...og aðeins uppskorið skammir fyrir bölsýni.

Mér finnst leiðinlegt að þurfa að segja það, en ég var búinn að margsegja ykkur að svona myndi óhjákvæmilega fara og gat ekki farið öðruvísi, stundum er ömurlegt að hafa rétt fyrir sér

Georg P Sveinbjörnsson, 6.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband