Verður Landsbankinn ríkisvæddur í nótt?

Neyðarlögin hafa nú verið samþykkt af Alþingi og nú hafa stjórnvöld fengið víðtæk stjórntæki á fjármálamarkaði í sínar hendur. Sögusagnir eru nú um að Landsbankinn sé í raun orðinn gjaldþrota og verði ríkisvæddur jafnvel þegar í nótt, nú þegar fjármálalögin hafa verið lögfest. Ég finn vel að viðskiptavinir Landsbankans eru óttaslegnir yfir stöðunni, enda hefur ekki heyrst múkk í Björgólfi Guðmundssyni í allan dag.

Einn sem ég talaði við í kvöld sagði tímaspursmál hvenær ríkið tæki Landsbankann yfir. Þetta eru nöpur endalok á veldi Björgólfs Guðmundssonar, mannsins sem fékk mikinn skell í Hafskipsmálinu en náði miklum völdum og áhrifum eftir margra ára puð og gekk frá Kolkrabbanum margfræga með yfirtöku á Eimskip og náði auk þess Landsbankanum í sínar hendur í ævintýralegri atburðarás.

Nú virðist veldi hans á fallanda fæti og hann hafa tapað öllu sínu sem sett var í bankann. Veldið mikla fuðraði upp á skömmum tíma. Miklar fréttir hafa verið eftir því sem liðið hefur á kvöldið um stöðu Björgólfs og Landsbankans. Þögnin hefur ekki beint verið sannfærandi.

Þetta verður dramatískt fall, verði það að veruleika sem flestir spá að innan örfárra klukkutíma verði Landsbankinn ríkisvæddur.

 


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því miður getur þetta orðiið raunin

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björgólfur bognar kannski, en brotnar ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.10.2008 kl. 02:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað ertu nú að lesa rangt í stöðunna Stebbi minn. Hverjir þessir "flestir"sem spá yfirtöku á LB, eru er mér hulið. Eftir mínu viti dettur engum það í hug. Við erum þegarsliguð af skuldum Glitnis, sem voru ríkisvæddar lík, ef það fór framhjá þér.  Ef þú hlustaðir á ræðu Geirs Hilmars, þá var inntakið í henni skilaboð til banlanna: "You´re on your own." sem þýðir að sparisjóðirnir rúlla á morgun og svo Landsbankinn og loks Kaupþing fljótlega í kjölfarið.

Það sem hann átti svo við með samstöðu þjóarinnar er að hann ætlar að taka lífeyrissjóðina traustataki. Það er enginn leikur annar í stöðunni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2008 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband