Hver ber ábyrgð á veðsetningu fyrir Icesave?

Mér finnst mikilvægt að upplýst verði hver hafi gefið leyfið fyrir veðsetningu íslensku þjóðarinnar á breskum lánamarkaði í gegnum Icesave. Nú þarf að fara ofan í þessi mál. Voru þar aðeins bankamenn á bakvið, ráðherrar í ríkisstjórninni eða aðrir menn valdsins. Kom Fjármálaeftirlitið að þessum gjörningi? Svara er þörf nú við því hver beri á þessu ábyrgð.

Auðvitað eru þetta alvarleg tíðindi, einkum ef stjórnvöld standa ekki við skuldbindingar sínar. Gordon Brown og Alistair Darling kalla okkur svikara á blaðamannafundi í Downingstræti 10 og við erum úthrópuð með hinum versta hætti. Þetta er í og með hin mesta þjóðarskömm sem við höfum orðið fyrir á alþjóðavettvangi.

En nú er svara þörf. Hver ber ábyrgð á svona veðsetningarábyrgð.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skömmin er ærin, en ég vil að menn standi í lappirnar og greiði ekki þessi hundruð milljóna af sameiginlegum fjármunum okkar!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband