Fjöldi fólks mótmælir með Bubba í kreppunni

Enn einu sinni styður þjóðin Bubba Morthens í baráttuóð sínum. Hann virðist eiga auðvelt með að ná til hennar, hvort sem það er góðæri eða hallæri. Hann sagði um daginn að það hlyti einhver að lögsækja Hannes Smárason og þá sem stýrðu FL Group með honum. Spekingarnir ráðlögðu víst Bubba að fjárfesta í Exista, Eimskip og FL. Ekki góð ávöxtun þar. Hægt er því að skilja að Bubbi sé argur og ósáttur við sinn hlut.

En það eru svo margir aðrir. Bubbi er bara einn fjöldamargra sem hafa farið flatt á verðbréfaviðskiptum og standa mjög illa núna. Hann sameinar þennan hóp og frontar óánægjuna í dag. Vel gert hjá honum.

Hvernig er það annars, gerir ekki Bubbi lag um útrásarvíkingana og endalok þeirra?

mbl.is Fjöldi fólks á mótmælasamkomu Bubba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki veit ég um útrásarvíkingalag, en þú varst næstum því sannspár um daginn. Annars er "baráttumóður" ekki orðið sem ég mundi velja til að lýsa stemmningunni á Austurvelli í dag. Líkara sorgarathöfn.

Vésteinn Valgarðsson, 8.10.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er rétt Vésteinn að þetta er sorgmædd þjóð, hnípin í vanda. En við erum og höfum alltaf verið baráttufólk og barist fyrir okkar sama hvernig árar. Þó við séum öll áhyggjufull um stöðuna verðum við samt að muna að við verðum að berjast áfram fyrir okkar. Þetta verður barátta framundan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.10.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ójá, það verður líklega barátta framundan. Annað kæmi mér nú á óvart. En mér finnst nú ofsögum sagt að kalla Íslendinga baráttufólk. Gagnvart náttúruöflunum kannski, en annars tæpast síðan á Sturlungaöld, ef undan er skilin aldamótakynslóðin.

Vésteinn Valgarðsson, 8.10.2008 kl. 16:25

4 identicon

Ég leyfi mér að efast um það að "þjóðin" standi á bak við Bubba ... miðað við frásagnir sumra, þá voru þetta nú færri sem mættu en maður hefði haldið. hver tekur líka mark á Bubba sem þykist vera maður fólksins eftir að hafa lifað hátt og svo vegna slæmra fjárfestinga er hann allt í einu maður fólksins... ?

Bubbi = ómarktækur, eins og er.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband