Kaflaskil hjá þjóðinni

Þetta hefur verið ótrúleg vika. Enn er maður að vonast eftir að vakna upp við að þetta sé bara martröð, skelfileg upplifun sem sé einn stór misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson segir svo oft í krísunum sínum. En við verðum að rífa okkur upp og ná að koma undir okkur fótunum aftur. Íslendingar hafa alltaf barist áfram og komist í gegnum erfiða tíma og ég er viss um að okkur tekst það núna.

Lífsstíll þjóðarinnar breytist í þessu árferði. Því þarf varla að koma að óvörum að kortafyrirtækin taki upp ný vinnubrögð og breyti úttektarheimildum hjá sér. Ég heyrði reyndar að fyrsta hræðslan á mánudag þegar stefndi í að bjarga þyrfti bönkunum var hvort hægt yrði að nota kortin daginn eftir. Þetta hefur gengið allt ótrúlega vel fyrir sig þrátt fyrir miklar breytingar.

Auðvitað eru erfiðir mánuðir framundan, aðstæður breytast og fjöldi fólks tekur þungan skell. Vorkenni mest þeim sem missa vinnuna sína og hafa misst sparifé, þurfa að byrja upp á nýtt og fóta sig aftur. Ég vona að við náum öll að halda áfram og komast í gegnum þetta.


mbl.is Úttektarheimildir endurskoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt væri að skoða í tímavél hvaða heiti kaflarnir á 20. og 21. öldinni hétu. Við þekkjum Viðreisnarárin, þá koma verðbólguárin, væntanlega áratugur Davíðs, og síðan : Mögru árin í faðmi ríkisins. ,-=p

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband