Konurnar taka til í bönkunum í kreppunni

Mér finnst það mjög merkileg staðreynd að konur taki við bankastjórastöðunum nú í krepputíðinni - sé falið það verkefni að taka til þegar þess er þörf. Í góðærinu fengu konur ekki tækifæri til að leiða bankana en nú er greinilega komið að þeim. Held að það sé góðs viti. Nú þarf virkilega að taka til hendinni, horfa fram á veginn og breyta um kúrs. Líst mjög vel á að öflugar konur fái nú að sýna hvað í þeim býr.

Eflaust munu einhverjir tala um kvennabyltingu nú þegar Elín Sigfúsdóttir er orðin bankastjóri Landsbankans og þegar Birna Einarsdóttir tekur við sem forstjóri Glitnis. Ég hef fulla trú á því að þær komi sem ferskur vindblær í forystu bankanna og taki til þegar þess er helst þörf. Ég hef fulla trú á þessum kjarnakonum og líst vel á að fá þær yfir bankana.

Annars fannst mér sérstaklega áhugavert að horfa á þrjár konur í hagfræðingastétt tala um efnahagsmálin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom svolítið ný nálgun á stöðuna - leist vel á þetta viðtal. Nú eiga stelpurnar næsta leik. Held að það sé góðs viti.

mbl.is Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Konur eru vanar að taka uppvaskinn og að taka til.

Heidi Strand, 10.10.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband