Fínn þáttur hjá Birni Inga - Egill fær samkeppni

Ég má til með að hrósa Birni Inga Hrafnssyni fyrir nýjan spjallþátt sinn á laugardagsmorgnum. Horfði á þáttinn af miklum áhuga og fannst margt þar bæði mjög áhugavert og gott. Viðtal Björns Inga við yfirmann sinn, Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins og fyrrum forsætisráðherra, var tvímælalaust hápunktur þáttarins, en þar talaði Þorsteinn í Evrópuátt um stöðuna og sendi margar pillur í Seðlabankann, til mannsins sem felldi hann af formannsstól Sjálfstæðisflokksins.

Egill Helgason hefur til þessa ekki fengið verðuga samkeppni í spjallþáttum hérlendis, nema mögulega síðasta árið með þátt Sigmundar Ernis, Mannamáli. Þessi þáttur er mjög vandaður og vel gerður og er sannarlega upp að hlið Silfursins ef haldið verður áfram með svipuðum brag og var í morgun. Við sjónvarpsáhorfendur hljótum að fagna því að fá fleiri trausta spjallþætti um pólitík og viðskipti.

Mér finnst það reyndar skondið að þátturinn byrji í dag. Ár er í dag liðið frá því að Björn Ingi sleit meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og var örlagavaldur í borgarmálunum. Sá meirihluti sprakk því ekki var full samstaða um að rétta útrásarvíkingunum beinan aðgang í orkuauðlindir þjóðarinnar.

En það er önnur saga....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorsteinn lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að koma höggi á Davíð.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 13:40

2 identicon

Sæll .

Því mður náði ég bara í restina á þættinum en það sem að ég heyrði lofar góðu !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Egill er samt bestur.

Júlíus Valsson, 11.10.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sammála því Júlíus. Það toppar enginn Egil. Þátturinn hans hefur líka verið lengi og staða hans orðin traust og afgerandi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband