Slíta á stjórnmálasambandi við Bretland

Loksins hefur Geir H. Haarde, forsætisráðherra, talað hreint út um níðingslega framkomu breska forsætis- og fjármálaráðherrans í garð Íslands. Í þessum efnum á ekki að vera neitt svar í diplómasíu heldur á að grípa til sömu vinnubragða og fordæma hina auvirðilegu forystumenn breskra stjórnmála sem ætluðu að bjarga sér með því að kynda undir bál gegn Íslandi. Ég er að verða nokkuð harðákveðinn í þeirri afstöðu að við eigum að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Eigum ekki að sætta okkur við þetta.

Ég finn að það er mikil reiðialda að magnast upp í samfélaginu gegn hinum lágkúrulega durti Gordon Brown og undirsátum hans sem ætluðu að færa hinum fylgislitla Verkamannaflokki færið á fjórða kjörtímabilinu með því að slátra Íslandi á alþjóðavettvangi. Ómerkilegt pakk í alla staði og við eigum að fara lengra með þetta mál. Þetta er ekki mál sem við eigum að taka á af diplómasíu heldur eigum við að grípa til aðgerða.


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Spurning með að slíta stjórnmálasambandi við Bretland vegna málsins þó það hljóti að koma til álita enda málið vægast sagt grafalvarlegt. En mál ber að höfða á hendur brezkum stjórnvöldum, það er ekkert annað hægt að gera ef við viljum ekki fá það orð á okkur að hægt sé að vaða yfir okkur á skítugum skónum. Framferðið hjá brezkum ráðamönnum var einfaldlega svo ótrúlega gróft svo ekki sé talað um þann gríðarlega skaða sem þeim öllu með framgöngu sinni. Engin fullvalda þjóð gæti sætt sig við slíkt!

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ja, ég get ekki séð hvernig eðlilegt stjórnmálasamband geti verið hið minnsta á þessu stigi. Þetta er þegar komið í frost. Algjört kalt stríð er skollið á. Þetta er grafalvarlegt mál. Engin vestræn þjóð á að sætta sig við svona nokkuð, að beitt sé hryðjuverkalögum gegn þjóðinni á örlagastundu. Skelfileg framkoma og er aðeins upphafning Browns á sjálfum sér.

Ég á marga vini í Bretlandi og finnst þetta sorglegt mál, enda eigum við betra skilið af bresku þjóðinni. Vissulega höfum við tekið snerrur áður en vonin var sú að það væri að baki. Þorskastríðin væru fjarlæg fortíð og átök tengd þeim myndi ekki koma upp aftur í samskiptum þjóðanna. Nú erum við komin í nákvæmlega sömu stöðu, nema að baráttan er ekki um þorsk.

Við getum ekki annað en tekið afstöðu gegn þeim sem ráða för í Bretlandi. Leitt er ef það verður, vonandi tímabundið, afstaða gegn bresku þjóðinni. Sjálfsvirðingar okkar vegna er ekkert annað í stöðunni, því miður. En ég vona að fyrr en síðar fáum við nýja ríkisstjórn í Bretlandi og vonandi bætt samskipti við okkur hér í norðri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.10.2008 kl. 15:26

3 identicon

Geir er að stunda Arafatisma, rétt eins og Gordon Brown. Geir segir Íslendingum að viðbrögðin væru ruddaleg, en þegar erlendir fréttamenn koma á fundinn segir hann „those remarks were unfortunate."

Sér það hver maður að „óheppileg ummæli" eru ekki það sama og „ruddaleg ummæli."

Af með hanskana.

Henrý (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 15:36

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brown hengir sig í eigin snöru. Það sjá það allir í Bretlandi að hann er að reyna að notfæra sér stöðuna til að upphefja sig. Nú hvetur Bush til að engin þjóð reyni að koma höggi á aðra á þessum erfiðu hnattrænu tímum og slær því um leið dálítið á puttana á Bretum. - Brown verður að draga í land og Íslendingar eiga að spila þetta "cool" á meðan. Stjórnmálasambandi á að halda til að gæta okkar hagsmuna í Bretlandi og gefa þeim ekki möguleika á að gera eignir okkar upptækar þar, umfram það sem þeir hafa þegar gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 16:08

5 identicon

"Lágkúrulegi durtur" og "ómerkilegt pakk" ... hvernig væri (eins og ég hef margoft bent fólki á) að draga djúpt andann og slappa svolítið af.  Þetta líður hjá allt saman.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband