Samningar og eftirmálar IceSave-málsins

Samningurinn við Hollendinga ber vitni vel heppnuðum diplómatískum viðræðum þar sem sest er niður að borðinu til að semja, sem er eitthvað annað en segja má um Bretana. En vonandi tekst að lægja öldur og reyna að koma málum svo fyrir að samstaða náist um næstu skref. Þetta er viðkvæmt mál en einhliða fjölmiðlayfirlýsingar bæta ekki úr skák. Því er gott hversu vel hefur tekist til í málum með hollensku stjórnina og ber vitni einlægum vilja þeirra til samninga.

Annars er þetta IceSave-mál allt með því dapurlegasta sem fyrir finnst. Þessi mynd sem Egill Helgason birti í dag kemur eflaust illu blóði í marga Íslendinga, sem þurfa nú að standa undir þessu ævintýralega rugli á alþjóðavísu hjá útrásarliðinu.

mbl.is Samkomulag náðist við Holland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband