Skýrslan undir stólnum - tálsýn umfram veruleika

Mér finnst það stóralvarlegt mál sé það rétt sem fullyrt er í fréttum að bankaskýrslu bresku hagfræðinganna hafi verið stungið undir stól, bæði til að koma í veg fyrir að það sem þar kæmi fram yrði gert opinbert og til að slá niður tálsýnina sem reynt var að halda uppi í erfiðri stöðu undir niðri. Mikilvægt hefði verið að sannleikurinn eða spá hagfræðinganna hefði orðið opinber þá þegar. Nógu oft höfum við látið blaðra einhverri þvælu í okkur án þess að fá að vita hið sanna. Tálsýnin lifði nógu lengi.

Mikilvægt er að fram komi hver stakk skýrslunni undir stól og hver tók þá ákvörðun að við ættum frekar að líta framhjá ráðleggingum hagfræðinganna en horfast í augu við álit þeirra og stöðuna í hnotskurn. Flest það sem hagfræðingarnir sögðu hefur ræst með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina, sem þarf að fóta sig aftur eftir þungan skell.

Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og mikilvægt að upplýsa helstu þætti þessa máls. Þjóðin er í þannig skapi núna að það verður að tala hreint út um þessa skýrslu og hvernig það fór að frekar var horfst í augu við tálsýnina en veruleikann.

mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hæfileg refsing væri að láta ríkisstjórnina handslá krónupeninga fyrir skuldunum

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.10.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Ragnheiður

forkastanleg vinnubrögð-sammála þér þar

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Stefanía

Eitthvað ekki í lagi með "ræstinguna" undir þessum stól !

Stefanía, 15.10.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það yrði sjálfsagt margur höfðinu styttri ef farið yrði í svona hausaveiðar.

Því er haldið fram "að nú megi ekki ræða hver ber ábyrgðina því nú ríði á að slökkva elda".  Þetta er kjaftæði, það er allt brunnið sem brunnið getur.  Það er óþarfi að brennuvargarnir munstri sig í slökkviliðið og stjórni vettvangsrannsókn. 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Ótrúlegt mál ef satt er. Kristaltært að ef þetta er raunin ber ríkinu að greiða ansi mörgum skaðabætur og e-ð af hausum á að fljúga ( í óeiginlegri merkingu :-) ).

Eysteinn Þór Kristinsson, 15.10.2008 kl. 10:00

6 identicon

Það mun akkúrat ekkert gerast.  Enginn áhrifamaður í bankakerfinu verður dreginn til ábyrgðar; enginn seðlabankastjóri mun segja af sér; engin stjórnmálamaður mun segja af sér; margir bankastórllaxar munu tapa einhverjum peningum en þeir munu halda töluverðum fjárhæðum eftir; og allir þeir pólitíkusar sem nú sitja munu verða endurkosnir í næstu kosningum (nema þeir sem eru komnir á aldur).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband