Stýrivextir lækkaðir

Loksins hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti. Almenn krafa var um það meðal landsmanna að þetta skref yrði stigið og kominn tími til þess, einkum eftir atburði síðustu daga. Þetta er mikilvægt skref til að koma þjóðarbúinu aftur af stað við mjög erfiðar aðstæður. Vextirnir hafa sligað almenning að svo mörgu leyti og afleitt að þeir verði áfram í þeim hæðum sem þeir hafa verið.

mbl.is Stýrivextir lækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Já Dabbi var "rausnarlegur" á lækkunina, ættli hann lyggi ekki heima núna með sálarkvalir yfir að hafa neyðst til að lækka vextina, og horfi svo á verðbólguna rjúka upp (hún hefði gert það hvort sem er) og segi svo ég sagði ykkur þetta, að verðbólgan færi upp ef ég lækkaði vextina!!!!

Ég er alveg gáttaður, alveg heil 3,5% er manninum ekki sjálfrátt, ég bara spyr.

Sverrir Einarsson, 15.10.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband