Er tíu ára niðursveifla framundan á Íslandi?

Spár um stöðu Íslands eru dökkar á þessari stundu. Enginn mun spá í útrás eða nokkru viðlíka næstu árin eða áratugina. Svo illa er komið fyrir þjóðinni. Þeir sem ég þekki úr stétt hagfræðinga og viðskiptafræðinga eru misjafnlega svartsýnir um framtíð þjóðarinnar. Flestir eru þeir þó mjög svartsýnir og spá þjóðinni ekki góðu á næstu árum. Misjafnlega langt svartsýniskast þjóðarinnar er þó í kortunum að þeirra mati.

Einn þeirra, maður sem ég met mikils og ræði oft viðskiptamál við, hefur spáð því að þetta sé áfall fyrir þjóðina sem taki tíu til tólf ár að vinna sig algjörlega út úr. Fannst spáin mjög dökk og leist ekki vel á, en hann færði góð rök fyrir því að þetta yrði raunin. Sumir eru bjartsýnni og spá þrem til fimm árum ef allt leikur í lyndi fyrir þjóðina úr því sem komið er.

mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

10 ár ef við erum bjartsýn.
Með þessum Icesave reikningum finnst mér eins og að þjóðin hafa verið blekkt.
Það hefur verið farið inn á okkur á meðan við vorum sofandi.
Það er lánað peninga erlendis i okkar nafni á og okkar ábyrgð án okkar vitund en svo fáum við að borga brúsann. Þetta er bara glæpsamlegt!!!
Þessi framkomu Breta með að stoppa allra  gjaldelristreymi til og frá landið, jafngildir viðskiptabann eins og er á Kúbu.

Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: ??

"en hann færði góð rök fyrir því að þetta yrði raunin."

Værirðu nokkuð til í að segja okkur "hinum" smá um þessi góðu rök??

Það er þannig í flest öllum fréttum að við fáum að heyra að fólk ræði saman en því miður sjáldan um hvað þessvegna er ég viss um að ég tala fyrir marga að við værum þakklát að fá að skilja eitthvað meira líka...

Kærar þakkir  

??, 16.10.2008 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband