Víðtæk dópframleiðsla í skjóli reynslulausnar

Mér finnst eðlilegt að því sé velt fyrir sér hvernig það geti gerst að tveir menn standi í víðtækri framleiðslu á eiturlyfjum á meðan þeir eru í reynslulausn og fjarri því búnir að afplána sína dóma. Þetta er auðvitað hreinn skandall og hlýtur að opna umræðu um slík mál. Fyrir mestu er að tókst að koma upp um þessa starfsemi en aðrar stórar spurningar vakna í kjölfarið.

Höfuðpaurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, er einn af höfuðpaurunum í líkfundarmálinu; þeim sem fóru austur á land fyrir tæpum fimm árum með lík Vaidas Jucivicius sem varpað var svo í höfnina á Norðfirði. Vaidas hafði verið burðardýr en gat ekki komið dópinu frá sér og lést í kjölfarið. Jónas Ingi hélt því fram þá að hann hefði ekki vitað á austurleiðinni að lík væri í bílnum.

Seint verður sagt að þarna hafi átt að framleiða dóp í litlu mæli og erfitt verður fyrir málsaðila að komast auðveldlega frá þessu, þó á reynslulausn hafi verið.


mbl.is Höfuðpaurar á reynslulausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband