Gortað sig af ríkidæminu á erlendri grund

Á sama tíma og allt er í rjúkandi rúst á Íslandi er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að gorta sig af snekkju þeirra hjónanna. Þetta er svo yfirgengilega sjúkt að því henta engin orð. Þvílíkur ósómi. Þetta lið kann ekki einu sinni að skammast sín.

Og svo er Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, að kaupa sér glæsivillu fjarri Íslandsströndum og Hannes Smárason sómir sér vel í Lundunum, sennilega einn fárra Íslendinga sem getur lifað virkilega hátt þar þessa dagana.

Ekki nema von að almenningur í þessu landi sé búinn að fá nóg af þessu þotuliði sem brotlenti og kom Íslendingum öllum á kaldan klakann í orðsins fyllstu.

Kastljósið gerði vel upp við hina dýrkeyptu útrás í flottri samantekt í kvöld. Hún var sannarlega byggð á sandi.

mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ertu viss um að þetta sé ný umfjöllun í þessu blaði? Er þetta ekki síðan í fyrra eða í síðasta mánuði þegar allt lék í lyndi og við eyddum öll eins og " there where no to morrow"?

Halla Rut , 17.10.2008 kl. 02:17

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hún er að auglýsa snekkjuna og reyndar allt 101 batteríið. það eru mikið til af mönnum sem leiga sér snekkju, hótel og einkaþotu sem Ingibjörg býður til leigu.

En svo ég komi að einu sem ég hnaut um hjá þér hér að ofan, hvað gerðu þau hjónin af sér hér á landi?

S. Lúther Gestsson, 17.10.2008 kl. 02:36

3 Smámynd: Lýður Árnason

Staldraði líka við þetta...  Það er eitthvað sem gerist  í hausnum á mjög efnuðu fólki, einhverskonar raunveruleikaröskun.  Og það er ekkert til við þessu, allavega ekki hérna megin.

Lýður Árnason, 17.10.2008 kl. 03:38

4 identicon

Sammála, en við dæmum svo sem ekki stjórnkerfið mjög hart, þetta fólk gerði ekkert, meðan hin komu á okkur skuldaklafa sem sennilega dugar þjóðinni 100-200 ár af mjög skerktum lífskjörum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:32

5 Smámynd: Dunni

Fyrir hvað á Jón Ásgeir og frú að skammast sín. Þau hafa ekki brotið nein lög. Fyrirtækin þeirra stóðu í skilum. Það er rétt að bankaveldið var byggt á sandi. En hvað var sandurinn?  Var það ekki efnahagsumhverfið sem stjórnvöld bjuggu útrásarvíkingunum. Óðaverðbólga, handónýtur gjaldmiðill, alltof háir stýrivextir og svo bannaði Seðlabankinn fyrirtækjunum að gera upp í Evrum eða öðrum sterkum gjaldmiðlum.  Þar með gat blaðran ekki annað en sprungið.

Forsætisráðherrann var bönkunum þakklátur fyrir skattana sem þeir borguðu og náðu að standa undir bæði mennta og heilbrigðiskerfinu.  Það væri því dálítið heimskulegt ef hann færi að kenna þeim um fjárhagsvanda þjóðarinnar í dag.

Flestir útrásarvíkingarnir gerðu allt rétt miða við lögin sem þeim voru sett.  Hitt er svo annað mál að menn geta haft skömm á ofurlaununum sem þeir borguðu sjálfum sér.  Fólk getur líka haft skömm á  lífsstíl þeirra.  En það  er varla hægt að skamma þá fyrir að Seðlabankinn átti ekki nægan gjaldeyri og að hér skuli hafa verið óðaverðbólga og vaxtaokur.

Dunni, 17.10.2008 kl. 07:45

6 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sæll Stefán.

Mér þykir áhugavert að þú skulir nú gagnrýna óhóf auðmanna af svo mikilli vandlætingu.  Hins vegar er ég alveg steinhissa á því að þú skulir láta eins og einmitt þeir sem þú nafngreinir hafi verið þeir sem komu okkur öllum á kaldan klakann efnahags- og viðskiptalega.    Það liggur nefnilega alveg fyrir að það voru ekki Baugur og J'on Ásgeir - og ekki Kaupþing og Sigurður Einarsson sem felldu íslenska "efnahags-við-undirð" að lokum með snörpum skelli.  Það var snilld Landsbankans og Björgólfur Guðmundsson og Sigurjón Árnason og Halldór J Kristjánsson - og Björgólfur Thor  - og Kjartan Gunnarsson sem fóru þar fyrir.   Án ICESAVE - hefði Gordon Brown og Alasdair Darling ekki haft "case" - - nema þá að símtal Árna Matt hafi verið sérlega eitrað intró fyrir Kastljósviðtalið við Davíð. . . . . .

Ekki ætla ég að mæla óhófi neins aðila bót - - en það skulum við hafa í huga að það er smámál í sjálfu sér að setja einstök fyrirtæki í viðskiptum og verslun á hausinn - en það er stórmál þegar banka- og fjármálakerfi eins lands er rústað.  Þeir sem eru gæslumenn slíks kerfis  - eiga að bera ábyrgðina - ríkisstjórnir, Seðlabanki og Fjármálaeftirlit.   Það væri t.d. áhugavert að vita hverjir í fjármálaráðuneytinu og í Seðlabankanum ákváðu að taka þátt í að stinga Landsbanka-skýrslu Buiter´s og Sibert´s undir stólinn . . .

Benedikt Sigurðarson, 17.10.2008 kl. 08:40

7 Smámynd: Árni Matthíasson

Mér finnst það eiginlega meira hneyksli hvað hönnunin á snekkjunni er óspennandi, yfirborðskennd og tilgerðarleg í senn. Það sannast hér, eins og svo oft áður, að það er hvorki hægt að kaupa skynsemi né smekk.

Árni Matthíasson , 17.10.2008 kl. 09:04

8 Smámynd: Matthias Freyr Matthiasson

Stefán.

Helduru virkilega að þetta viðtal við hana Ingibjörgu hafi verið tekið í gær? Nei þetta er alveg örugglega tekið fyrir einhverju síðan. Og er það tekið á þeim forsendum að hönnunin á fleygjinu er flott. Sem hún er og Ingibjörg hannaði þetta sjálf. Bravó fyrir henni.

Hugsa að hver og einn myndi vilja eiga svona snekkju.

En með þessu er ég þó ekki að samþykkja allt það sem þetta ríka og fína fólk er að gera eða hefur verið að gera.

Mundu það Stefán að það er ekki langt síðan að allir ( flest allir ) litu á þetta fólk ( ríka og fína ) sem hetjur og dáðu og öfunduðu úr fjarska.

Nú virðast margir hina sömu njóta þess að sparka í liggjandi menn og hlakka yfir óförum þeirra.

Matthias Freyr Matthiasson, 17.10.2008 kl. 09:09

9 Smámynd: Apamaðurinn

maður gortar sig ekki af einhverju ... maður montar sig af því, eða gortar af því

Apamaðurinn, 17.10.2008 kl. 09:40

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég efast um að hjónin hafi samþykkt þessa umfjöllun, það á greinilega að taka þau af lífi án dóms og laga, er ekki búið að rannsaka þau í 6 ár?

Sævar Einarsson, 17.10.2008 kl. 12:02

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dunni :  Lestu dóm Hæstaréttar. Þar kemur fram að lög voru brotin af þessum mönnum sem og einnig að sum brotin voru fyrnd (í því máli sem sneri að þjófnaði þeirra á meðeigendum sínum í þá almenningshlutafélaginu Baugi) þannig að ekkki var hægt að refsa fyrir þau brot. Jón Ásgeir og fleiri eru á skilorði eins og Jónas Ingi sem var gripinn í hafnarfirði í gær.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.10.2008 kl. 15:33

12 identicon

Á nú að fara að ráðast á Ingibjörgu?  Hvað í fjáranum hefur hún gert til að sökkva þessu landi ofan í svartsýnisfenið?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:21

13 identicon

Æi Stebbi, vertu nú ekki svona svakalegur kverúlant.

Þetta eru hund gamlar fréttir.

Ingibjörg er búinn að vera lengi að þróa ferðaþjónustu fyrir hina ríku og eyðslusömu og snekkjan er víst hluti af þeim pakka.

Vil benda þér á að lesa t.d. viðtal við hana sem finna má hér .

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband