Auðmýkjandi ósigur í New York

Niðurstaða öryggisráðskosningarinnar í New York er mikið og auðmýkjandi áfall fyrir Ísland. Eftir langa baráttu um sætið voru þetta vandræðaleg endalok, enda höfðu svo margar þjóðir lofað stuðningi en svikið það. Ég er þó einn þeirra sem spáði því þegar árið 2002 að þetta væri vonlaus barátta, þó vissulega væri það kannski stundargaman að ná sætinu. Held að þetta hafi verið pólitískir hugarórar og framapot nokkurra stjórnmálamanna umfram allt, einskonar gæluverkefni því miður.

Mjög freistandi er að grípa í það hálmstrá að kenna erfiðleikum Íslands einum um þetta tap. Ég tel hinsvegar að það eitt hafi ekki ráðið úrslitum. Þetta var allt frá upphafi risavaxið verkefni og jafnvel einum of stórt fyrir litla þjóð í norðri, einkum í baráttu við Austurríki og Tyrkland, sem fyrirfram höfðu alla tíð mun sterkari stöðu og voru nær örugg um að ná á leiðarenda. Því er það lélegt hjá utanríkisráðherranum og fleirum að kenna tímabundinni stöðu einni um þetta afhroð.

Auðvitað hefði verið skemmtilegra að tapa undir öðrum formerkjum; Ísland hefði fengið yfir 100 atkvæði og getað farið frá þessu keik. En það varð ekki. Fannst samt leiðinleg lumman í kvöld um að við hefðum nú lært svo mikið á þessu og við ættum svo marga bandamenn. Erfitt að segja það eftir svo auðmýkjandi tap. Þetta var burst og það sem verst er að svo margir höfðu varað við því að svona myndi fara.

mbl.is Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Var þetta ekki nokkurn veginn það sem flestir áttu von á? Þú áttir von á þessari niðurstöðu? Ég ekki von á því að við færum þarna inn. Og?

Þetta er svona eins og horfa á undankeppni fyrri EM eða HM í fótbolta; við vitum innst inni að við erum ekkert að fara áfram. Mættum samt, berjumst samt, eigum alveg séns - þar til loka flautið heyrist.

En hvar er auðmýkingin? Ég er ekki að sjá hana.

Viggó H. Viggósson, 18.10.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var innan um fjölda fólks úr ýmsum þjóðfélagsgeirum í dag þegar þetta mál bar á góma. Það merkilega var að allir nema einn (samfylkingarmaður) fögnuðu niðurstöðunni. Geir, jafn ágætur maður sem hann er, var algerlega úr takt við almenningsálitið þegar að hann harmaði niðurstöðuna. Þetta var það besta sem gat gerst úr því sem komið var.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Marta smarta

Áfram Ísland.

Marta smarta, 18.10.2008 kl. 01:21

5 identicon

Ég hugsa að áhugaleysi utanríkisráðherrans á friðargæslu og móðgunin við Condoleezu Rice hafi haft töluverð áhrif á þessa niðurstöðu. Við höfum hugsanlega ekki reynst okkar bandamönnum neitt sérstaklega vel í þeirra augum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 02:22

6 identicon

Að flestu leiti sammála þér Stefán,, Finnst samt að fréttirnar af tapinu séu séu einu raunhæfu gleðifréttirnar síðustu þrjár vikurnar,,Þarna sparast peningar,,Nú geta Pólitíkusar einbeitt sér að vandanum enn meir , og lagt allt framapot og pólitíska útrás á hilluna,, Ljóst er að ekki fer davíð þangað,, því verður varla stætt lengur að halda honum inní seðlabankanum lengur,,Eitthvað virðist sem hann hafi verið færður neðar,, alla vegana hefur hann verið að leysa símadömurnar af,,

Bimbó (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 07:40

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skil ekki almennilega hvernig nokkrum lifandi manni datt í huga að við myndum vinna þessa kosningu og hef sagt það í 10 ár!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.10.2008 kl. 10:12

8 identicon

Er þetta ekki betra svona?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband