Auðmenn reyna að koma sér í mjúkinn aftur

Yfirlýsing Björgólfs Thors er eðlilegt framhald af hans hálfu. Auðvitað getur hann ekkert annað en skerpt á fyrri orðalagi hans. Enn er þó eftir ósvöruð sú spurning af hverju hann talaði ekki um þetta fyrr og kom sér ekki í sviðsljósið með þetta þegar mesti hitinn var í rimmunni við Bretana. Hvers vegna þögðu þeir feðgar báðir og sögðu ekki múkk þegar mest var að þeim sótt og lýst eftir þeim. Nógu löng var biðin. Voru þeir að vinna saman atburðarás eða vörn allan þennan tíma? Svar óskast.

En auðvitað verður áhugavert að sjá Kompás á eftir og hvað hann segir. Sá í fréttum Stöðvar 2 áðan að Hannes Smárason er kominn í leitirnar; birtist sem hinn iðrandi syndari að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þjóðinni aftur. Give me a break sko... Vill einhver í alvöru fá þessa menn aftur og í forystu við að bjarga þjóðinni? Nje.

mbl.is Björgólfur segist standa við ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein spurning: En hvað ef hann er að segja satt og kemur með sannanir?

Svona viðskiptarefir eru ja oft refir

Tommi (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:19

2 identicon

Það er eitt að segja bara. Ég trúi ekki orði fyrren blaðmenn hafa sannreynt allt sem þessi "maður" segir.

Tek öllu sem útur honum og föður hans koma, með heilmiklum fyrirvara.

Lái mér hver sem er !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:47

3 identicon

Hvernig væri að horfa á allan þáttinn áður en þú kemur með svona sleggjudóma. Ég fyrir mitt leiti er alveg æfur eftir að hafa séð þennan þátt. Seðlabankinn og ríkisstjórnin gerðu uppá bak í allri þessari atburðarás. Taktu eftir að símtalið á milli Darlings og Árna staðfestir hvað Björgólfur heldur fram með IceSave reikningana og þetta 5 daga fast-track með að flytja þá yfir í breskt dótturfyrirtæki. Geir og Davíð klúruðu þessu og við eigum að borga!

Jakob Friðriksson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:22

4 identicon

Já, ég, fynnst alveg furðulegt að menn meigi ekki undirbúa sig undir svör sem varða okkur öll. Mér fannst hann standa sig vel, eins var gott að fá að heyra í Lýði Guðmundssyni í Markaðinum á Laugardaginn var. Fynnst í raun athyglisvert hversu fljót við erum að snúa baki við þeim sem hafa komið okkur á kortið.

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:23

5 identicon

Nei. Við en við fáum sömu sort, ef sömu menn ætla að stjórna landinu ÚTÚR þrengingunum og stýrðu því ÍNNÍ þrengingarnar!

Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur komið fram að þessir 200 miljarðar eru ekki nema um 11% af auðæfum Björgólfs Thors, en hann virðist hafa metið svo sjálfur að "sína" peninga væri ekki þorandi að setja í þessa reddingu. En almannafé.... ekkert mál.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 23:33

7 identicon

Gunnar: málið með lausafjárkreppu er að það skiptir nákvæmlega engu máli hvað þú ert metinn á, þú getur ekki greitt lausafé án þess að fá lausafé.

Annars skildist mér á þessu að Landsbankinn hafi boðið fimmfalt veð fyrir þessu lausafé sem þeir vildu fá frá SÍ. 

Henrý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er alveg rétt þetta neð lausafjárkreppuna, en Björgólfur er með rekstur í öðrum löndum, m.a. símafyrirtæki. Upphæðina misskildi ég, því upphæðin er 200 miljón pund en ekki 200 miljarðar iskr. semsagt um 30 miljarðar. Maður á lista yfir 400 ríkustu menn veraldar hlýtur að geta kreyst slíka smáura út einhversstaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 13:31

9 identicon

Gunnar: Sjálfsagt, en spurning hvort hann hefði getað það fyrir hádegi á mánudegi, eins og krafan var.

Henrý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo er það dálítið einkennilegt að þetta skiterí skuli hafa skipt sköpum um allt heila málið. Frekar ótrúverðugt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 14:58

11 identicon

Og þá erum við komnir í hring. Afhverju átti Björgólfur að standa í þessu skittiríi, varla hafði það nein úrslitaáhrif á þetta mál. Kannski hefði hann átt að gera eitthvað annað við peningana, eins og að koma með gjaldeyri inn í landið? ;)

Henrý (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:00

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bretar setja hryðjuverkalög á heila þjóð, af því ríkur bissnesskall kemur ekki með 30 miljarða Iskr. fyrir hádegi á mánudegi! Var það ekki bara "útborgun" á einhverri miklu stærri upphæð? Jæja, sannleikurinn hlytur að koma í ljós einhvern tíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband