Þjóðarsamstaða í baráttunni gegn Bretunum

Þegar ég skrifaði um indefence.is og setti nafnið mitt í undirskriftasöfnunina þar fyrir viku óraði mér ekki fyrir því að svo margir myndu skrifa undir, þó ég gerði mér vissulega væntingar um eitthvað í þá átt. En þjóðin hefur svo sannarlega sameinast í andstöðunni gegn Bretum og tekið slaginn með því að setja inn myndir og láta í sér heyra. Enda er eðlilegt að Íslendingar séu reiðir í garð Breta en þó fyrst og fremst sárir yfir því að þeir gengu endanlega frá orðspori þjóðarinnar með verklagi sínu.

Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.

Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.

mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband