Alvarleg staða - verður þjóðargjaldþrot umflúið?

Ég fagna því að Geir Haarde, forsætisráðherra, talar ákveðið og afgerandi gegn því að þjóðin greini allar kröfur Bretanna. Hann hefur gert það oft áður, en þetta er sterkasta yfirlýsing hans til þessa finnst mér. Annars er fyrir öllu að spilin séu lögð á borðið og almenningi í landinu sagt hreint út hvernig staðan sé og hvað framtíðin ber í skauti sér. Ekki er ráðlegt að standa áfram í þeirri tálsýn sem hefur verið svolítið áberandi að undanförnu. Pólitíska forystan þarf að tala hreint út við fólkið í landinu.

Mér finnst afleitt ef það er satt að stjórnvöld hafi ekki sagt rétt frá í málefnum IMF. Ef talsmaður IMF hefur rétt fyrir sér í því að það sé upp á einsdæmi ríkisstjórnarinnar komið að skýra frá skilmálum og lykiláherslum í samningum við IMF er það alvarlegt mál. Ríkisstjórnin verður að tala við fólk og segja hver staðan sé. Mér hefur fundist nóg af því að reynt sé að fegra stöðuna um of. Kannski er líka ábyrgðarhluti að mála skrattann á vegginn, en staðreyndir verða að tala sínu máli.

Staðan er alvarleg - mikilvægt er að stjórnvöld tali við fólkið í landinu sem skynsamlegt og traust fólk en ekki eins og það sé of heimskt til að skilja lykilpunkta hinnar alvarlegu stöðu sem blasir við.

mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samt, Stebbi, í fyrramálið verður þú enn jafn gallharður sjálfstæðismaður.

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Johann Trast Palmason

þá þurfum við nýtt fólk í sætin ef þú villt fá þessa ósk þina uppfyllta.

það er of seint að kenna gömlum hundi að sytja

Mætum á Hlemmi á laugardaginn 1. Nóv kl 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Johann Trast Palmason, 30.10.2008 kl. 04:06

3 identicon

Nú er ég loksins sammála þér, það er löngu orðið tímabært að forsætisráðherra tali hreint út við fólkið í landinu.

Valsól (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 06:58

4 identicon

Já, ég er fullkomlega sammála um mikilvægi þess að stjórnvöld tali við okkur, fólkið í landinu af virðingu. Hingað til hefur verið komið fram við okkur eins og börn, þ.e. fréttir og tilkynningar frá stjórnvöldum hafa oftar en ekki verið þannig að talað er niður til okkar, ekki má segja neitt að svo stöddu, tónninn er: Verið bara róleg, við erum að leysa málin, verið bara góð á meðan, þið skiljið hvort sem er ekkert hvað við erum ofboðslega dugleg að vinna á bak við tjöldin, þið skiljið það bara þegar þið verðið stór og þroskuð. Og blablabla. En jafnvel börn skynja að eitthvað er að hjá fullorðnu fólki þegar það talar svona og það eykur bara á kvíða þeirra og vangaveltur. Gerum kröfu um að komið sé fram við okkur eins og fullorðið viti borið fólk. Látum stjórnvöld standa við fallegu orðin sín um að nú verði allir að standa saman í gegnum erfiðleikana. Hvað þýðir að standa saman? Þurfa þá ekki allir að vita hvað á að standa saman um?  Gerum einnig þá lágmarkskröfu að stjórnvöld hætti með sínu tvöföldu skilaboð, einn segir þetta og annar hitt og þannig læðist að okkur grunur um að eitthvað sé að gliðna í sundur á stjórnarheimilinu.

Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður niður. 

Nína S (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:16

5 identicon

Dettur þér virkilega í hug, svona í alvöru, að það sé eitthvert séerstakt markmið ríkisstjórnarinnar að skýra rétt frá öllu og fá öll spil upp á borðið?  Hvað mig varðar hef ég engan áhuga að hlusta á þessa stjórnmálamenn framar.  Þeir njóta ekki trausts hjá mér lengur. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband