Bjóst einhver við að IMF setti ekki vaxtaskilyrði?

Nú er það ljóst svart á hvítu, sem flestir vissu eða áttu að vita, að IMF krafðist 50% hækkunar stýrivaxta, í 18%, eða samið var um það við ríkisstjórnina, sem síðar skipaði Seðlabankanum þar með fyrir verkum. Þetta er ekki mjög flókið, engin geimvísindi. IMF hefur alltaf tekið þetta skref þar sem þeir koma að - Ísland er engin undantekning því miður frá þeirri reglu. Mér fannst umræðan eftir stýrivaxtahækkunina þannig að kenna ætti einum manni um þessa hækkun á meðan ríkisstjórnin hljóp frá þeirri ákvörðun. Hætta þarf þeim feluleik og stjórnmálamenn þurfa að tala af ábyrgð.

Mér finnst mjög margir hafa verið í miklum Pollýönnuleik að undanförnu. Því miður eru margir í afneitun og sjálfsblekkingu og verst af öllu er að ríkisstjórnin segir okkur ekki allan sannleikann. Fram eru að koma bitar hér og þar sem segja aðra sögu en það sem pólitískir foringjar landsins eru að segja. Þetta gengur ekki upp. Burt með leyndina og fagurgalann. Stjórnmálamönnum er ekki minna ætlandi en geta talað hreint út við fólkið í landinu.

Þó erfitt sé að viðurkenna, greinilega, skilmálana sem samið var við um IMF er enginn greiði gerður með því að loka augunum fyrir þeim. Þetta er bara einfalt mál og ekki boðlegt að ekki sé hægt að leggja spilin á borðið.

mbl.is Ákvæði um 18% stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðkvæmni skilyrðanna fólst í því að stjórn IMF mátti ekki lesa skilmálana í miðlum. Hún fundaði nú í dag um málefni aðgerða. Sá sem lækkaði vextina úr 15 í 12,5% vissi þá þegar hvert yrði skilyrði IMF um aðkomu. Hækkun úr 15 í 18% er ekki rosaleg, en hin 50% hækkun.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:04

2 identicon

Því miður er það þráhyggja IMF að krefjast vaxtahækkana, en það er einungis lítill hluti af pakkanum. Ég kvet því fólk að kynna sér SAP (structural adjustment programme) pakkann. 

Það á svo skilyrðislaust að birta samningsdrögin í heild sinni svo hægt sé að skoða hvað er þarna á ferð. Því miður á ég von á því að svo verði ekki gert fyrr en allt er komið í strand.Við vitum til dæmis ekki hvort þetta sem Seðlabankinn birti varallt 19.di liður eða bara valið brot af þeim lið. 

En hér eru hlekkir á  kynningar um SAP-pakkann. þ.e. hefðbundin útgáfa hans og afleiðingar.

 http://www.whirledbank.org/development/sap.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Structural_adjustment 

Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:18

3 identicon

Það voru stjórnmálamennirnir sem lugu upp í opið geðið á okkur með því að segja að það yrðu engir strangir skilmálar hjá IMF!

Enn einn skandallinn hjá þessari blessaðri ríkisstjórn sem náttúrulega ætti að einhenda langt út á ballarhaf!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:21

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er ekki annað að sjá en Rikisstjórnin verði að stíga til hliðar í efnagasmálum og fela þeim sem vit hafa á þeim að fjalla um þau og fræða almenning.

Nóg komið

Sævar Finnbogason, 30.10.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála, við eigum betra skilið en svona framkomu. Þetta er hreinlega niðrandi gagnvart kjósendum!

"...í þessu samkomulagi eru engin óaðgengileg skilyrði" - Geir H. Haarde

"To raise the policy interest rate to 18 percent." - IMF (segir Davíð Oddsson)

Hversu lengi ætla þeir að halda áfram að hafa okkur og sjálfa sig að fíflum?! Seðlabankar allra annara þjóða í kringum okkur hamast nú við að lækka vexti til að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum. Háir vextir geta hugsanlega verið eðlilegir en þá kannski undir eðlilegum kringumstæðum, núna er hinsvegar neyðarástand!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband