Feluleikur stjórnmálamanna um IMF-skilyrðin

Mér finnst það stórundarlegt að íslenskir stjórnmálamenn geti ekki sagt hreint út við þjóðina ef samkomulagi við IMF fylgja sérstakar kvaðir og skilmálar og hverjir þeir eru. Er ekki augljóst að IMF hefur sett skilmála um vaxtahækkun? Með hverju öðru en IMF-aðild er hægt að skýra muninn á milli vaxtalækkunar og svo vaxtahækkunar skömmu síðar en aðkomu IMF að málum. Stjórnmálamenn eiga að tala hreint út við fólkið í landinu í stað þess að reyna að milda höggið með undarlegum svörum.

Mér finnst eðlilegt að spurt sé hvað stjórnvöld hafa samþykkt að gera til að fá IMF að borðinu og semja við þá. Feluleikurinn er ekki trúverðugur. Hitt er svo annað mál að hægt er að velta fyrir sér hvort Seðlabankinn sé tilneyddur að gera það sem aðrir vilja. Finnst það augljóst að yfirmenn bankans, ríkisstjórnin, hafi samið um skilmála sem gerðu það að verkum að stýrivextir hækka.

En eitt er þó ljóst, þessum feluleik verður að ljúka.

mbl.is Óbarinn seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Satt er það Stefán,  þeir eiga að vera með allt uppá borðinu, eða þannig. Stjórnmálamaður sem segir mér óþægilegar fréttir á réttum tíma er líklegri til að ég kjósi hann frekar en stjórnmálamaður sem fer undan í flæmingi og segir ekki allann sannleikann eða hreinlega lýgur að mér.

Það sem mér hefur fundist er að stjórnmálamenn séu hræddir við atkvæðin sín núna og þori ekki að leggja öll spil á borðið af ótta við næstu kosningar.

Það er heldur ekki nóg fyrir stjórnarandstöðuna að vera bara á móti, þeir verða að koma með trúverðugan mótleik ef þeir eru ekki sammála, þess veggna er ég voða hræddur við VG núna. Það henntar þeim vel að vera á móti og þykjast vita allt betur, en vita þeir betur, geta þeir betur? ég efa það.

Ég er sammála þér í því að fá sannleikann hversu ljótur sem hann er upp á borðið því óvissa og þögn stjórnvalda er ekki til að bæta ástandið eins og það er.

Eigðu svo góðann dag það ættla ég að gera.

Sverrir Einarsson, 31.10.2008 kl. 14:14

2 identicon

Hæ. Ég horfði á fundinn með IMF og rann texti á skjánum sem á stóð að IMF myndi ekki koma með skilyrði um vaxtahækkanir.. ég er sammála að þessum endalausa feluleik verður að ljúka.

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband