Gat Bogi tekið aðra ákvörðun en víkja til hliðar?

Bogi Nilsson gerir hið eina rétta og stígur til hliðar sem rannsóknaraðili í bankahruninu. Mér finnst alveg augljóst að bæði Bogi og Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, áttu að víkja strax til hliðar í þessu máli, enda eiga þeir báðir syni sem eru nátengdir bankastarfinu og eru auðvitað vanhæfir. Ekki átti einu sinni að ræða um að þeir myndu koma að þessari rannsókn eða undirbúningi hennar á hvaða stigi svo sem það er.

Mikilvægt er að fá erlenda óháða aðila til að fara yfir þetta mál, til að fá eðlilegt mat og yfirferð yfir sögu þessara endaloka bankakerfisins í þeirri mynd sem það var. Helst væri að þeir þekktu engan hér og kæmu algjörlega að málum án þess að vera með tengsl við nokkra aðila sem að þessu komu, hvorki innan stjórnkerfisins eða á öðrum sviðum.

Til að fá nýtt upphaf í samfélaginu þarf að tryggja að þeir sem fara yfir allt heila dæmið njóti fulls trausts og ekki hægt að draga orð þeirra og gjörðir í efa.

mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Stefán  Ég er fullkomlega sammála þér og mig grunar að það að Bogi hafi ákveðið að hætta við "rannsókn málsins" sé ekki bara vegna ættartengsla hlutaðeigandi og þrýsting þjóðarinnar í formi óánægju, mig grunar að hann hafi áttað sig á því hve umfangsmikið þetta mál er í heild sinni, með krosstengslum, móðurfélögum, dótturfélögum og guð má vita hvað þetta heitir allt saman sem skiptist á peningum á pappírum, auk spillingarinnar sem þessu fylgir. Held að Bogi hafi eiginlega orðið fyrir sjokki. Sjálf er ég að komast út úr afneitun á hve stórt og viðamikið verkefnið ( rannsóknin) er í raun og veru og hve spillingin er víðtæk og margflókin. Já, það þarf utanaðkomandi, óháða aðila til að koma að málinu. Helst einhverja sem þekkja vel fyrirkomulagið og smugurnar sem myndast fyrir menn í öllu þessu reglufarganakraðaki sem gerir þeim kleyft að koma undan miklum fjármálum þegar svo ber undir.

Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband