Kemur tími einkaþotanna aftur á Íslandi?

Ég held að enginn þurfi að vera hissa að tími einkaþotanna og bruðlsins á Íslandi heyri sögunni til og allir séu að losa sig við minnisvarða um þessa liðnu tíð, nema þá útrásarvíkingarnir sem hafa numið land erlendis og skilja þjóðina eftir í tómu tjóni. Sumir spyrja sig sennilega að því hvort þessi tími komi aftur með sama krafti og hann kom á sínum tíma. Ég efast stórlega um það, eða ég vona að fólk byggi sér upp raunhæfar kröfur og lífsstandard.

Því miður er orðið ljóst að útrásin var ein svikamylla og sjónhyllingar. Þjóðin gleymdi sér í neyslufylleríinu og hefur farið langt fram yfir allt. Kannski er það mesta sjokkið hversu veruleikamatið var brenglað. En vonandi lærir þjóðin öll af lexíunni.

mbl.is Græna lúxusþyrlan til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjósandi

Lúxusþyrlan var líklega skot yfir markið.

Hann ætlar líklega að kaupa sér bát í staðinn sem siglir til Þorlákshafnar.

Svo gæti hann keypt sér fis. Hann gæti örugglega lært á það.

Kjósandi, 5.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband