Hvernig getur verslunarfólk verið svona sofandi?

Ég velti því fyrir mér hvernig starfsfólk í verslunum geti verið svo sofandi að taka við svo augljóslega fölsuðum seðli, og þeim sem prýddi mynd af Davíð Oddssyni, og gefa til baka sjöþúsund krónur fyrir verðlausan tíu þúsund krónur. Ekki nóg með það að enginn seðill í landinu, verðmætur allavega, er með mynd af Davíð heldur er enginn tíu þúsund króna seðill í gangi. Er annríkið orðið svo mikið í verslunum að starfsfólkið hefur ekki fyrir því að skoða seðlana?


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Kannski var það útlendingur sem ekki vissi betur.

Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 15:43

2 identicon

Þetta er ekkert mál...þú bara velur þér kassa með útlending á...

Fólk er ekkert sofandi það bara veit ekki betur. :)

En ég get varla séð að það sé hægt að dæma þennan mann fyrir þetta ...því hann er ekki að falsa neitt....Hvernig getur maður falsað eitthvað sem er ekki til???

Þormar (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:45

3 identicon

Því miður fylgist afgreiðslufólk lítið með því hver borgar t.d. með korti og er því ekki skrítið að þessir hafi haldið að búið væri að gefa út pen.seðil með mynd af Davíð. Ég hef oft spurt afgr.fólk, af hverju það gái ekki aftan á kortin, hvort mynd og viðskiptavinur sé sá sami og svarið er venjulega það, að það treysti fólki. Því miður er ekki alltaf hægt að treysta fólki, of margir stela kortum og nota sem sín eigin.  Kristín

Kristín R. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Vertu enganvegin hissa þó að starfsfólk út í bæ sé sofandi........

Hvernig er með Ráðherra okkar ?? Finst þér þeir  ekki sofandi ??  Amk eru þeir ekki meira vakandi yfir ásandi þjóðar  miða við þennan blessaða starfsmann,,,,,,

Finst þér Geir H  vera mjög vakandi ?????   td yfir seðlabankastjóra Íslands sem er búin að koma Íslandi á heldur betur kaldan klaka eftir Kastljós viðtal ??   td... sem var varpað um víða veröld ????

Nú máttu svara mer Stefán  ef þú getur ?     Bestu kv

Erna Friðriksdóttir, 5.11.2008 kl. 16:49

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Veit ekki gæti verið kæruleysi er búin að vera að hugsa þetta mál

Ólöf Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Eru nú ekki allar líkur á því að eitthvert útlendingagrey hafi verið á kassa og ekki vitað betur??

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 5.11.2008 kl. 17:16

7 identicon

Útlendingur segið þið ... heldur þú að þessir heimskir Íslendingar krakkabjálfar séu eitthvað gáfaðri? 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já alltaf skulum við greyjin Íslendingar kennar útlengium um   !!!!!!!!!!!!!

Við Íslendingar erum bara sí sofandi,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, sofandi og sofandi og ráðamenn ráða ekki við kreppuna og bara sofa

Mér finst ótrúlegt að alltaf sé hægt að skella skuldinni á útlendinga ???

Viljum við það sjálf ef við ferðumst til annara landa eða erum búsett þar  ??????

Erna Friðriksdóttir, 5.11.2008 kl. 18:04

9 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Þetta er útlendingur sem var að afgreiða og var bara nýbyrjaður að vinna þarna, greyið þekkti bara ekki seðlana nógu vel.

Kreppa Alkadóttir., 5.11.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband