Skattrannsóknarstjóri gerir húsleit í Stoðum

Ég er ekki hissa á því að skattrannsóknarstjóri ákveði að fara í húsleit í Stoðir, áður FL Group, eftir fréttaflutning síðustu daga. Mikilvægt er að fram fari allsherjar rannsókn á verklagi þeirra sem stjórnað hafa fyrirtækinu á síðustu árum, sérstaklega farið verði yfir umdeilda stjórnunarhætti Hannesar Smárasonar í FL Group sem hafa grasserað í fjölmiðlum síðustu dagana. Ómögulegt er að hlusta á getgátur í þeim efnum en þess þá mikilvægara að fá allt upp á borðið og fara yfir málið frá a-ö.

Mér fannst umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi upplýsandi og áhugavert. Þar var spilaður stór hluti úr viðtali Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmars Guðmundssonar við Hannes Smárason haustið 2005 eftir að Ragnhildur Geirsdóttir hætti sem forstjóri FL Group með svimandi háan starfslokasamning upp á vasann og stjórnarmenn fyrirtækisins gengu á dyr. Mikilvægt er núna að farið verði yfir þessa sögu og allt upplýst í þeim efnum.

Eins og vel hefur sést af myndböndum um sögu FL Group er þar greinilega pottur brotinn og gott að skattrannsóknarstjóri fari inn í fyrirtækið og fari yfir málið frá upphafi til enda.

mbl.is Húsleit hjá Stoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband