Egill sigursæll á Edduverðlaunahátíðinni

Ég vil óska Agli Helgasyni til hamingju með glæsilegan árangur á Edduverðlaunahátíðinni í kvöld. Ekki aðeins hefur hann verið valinn sjónvarpsmaður ársins heldur hafa Silfrið og Kiljan hlotið verðskulduð verðlaun. Báðir þættir eru í sérflokki í íslensku sjónvarpi og staða Egils sem vinsælasta sjónvarpsmanns landsins er fyrir löngu orðin vel þekkt staðreynd.

Mér finnst þetta mikilvægur árangur fyrir Egil eftir að mjög var að honum sótt eftir viðtalið við Jón Ásgeir Jóhannesson. Þar stóð hann sig mjög vel og var bæði ákveðinn og traustur í því viðtali. Sumir aðilar sökuðu Egil um að hafa farið yfir strikið og gengið of langt, en mér finnst þessi verðlaun staðfesta vel trausta stöðu hans og góða frammistöðu undanfarið.

Umfjöllun Egils á netinu og í sjónvarpi hefur vakið athygli og allir fylgjast með hans sjónarhorni á málin. Egill hefur kennt okkur að það er hægt að gera góða þætti um bókmenntir. Hans þáttur er sá besti af þeim nýju og eru algjörlega ómissandi, fyrir bókafíkla sem og aðra. Silfrið er svo fyrir löngu orðið ómissandi, þáttur sem markaði þáttaskil í íslensku sjónvarpi.

mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband