Mun allt verða vitlaust 1. desember?

Mótmælendur
Ef marka má stemmninguna á mótmælafundinum á Austurvelli áðan er stefnt að einhverju stóru á fullveldisdaginn 1. desember, minnst var á þann dag sem upphaf að einhverju nýju. Hvað gerist þann dag? Hvernig má skilja orðin á Austurvelli? Á þá að fara í harkalegar aðgerðir gegn stjórnvöldum og eitthvað meira en bara mótmæli orðanna? Mér finnst eðlilegt að spyrja á hvaða leið mótmælin eru.

Sífellt fjölgar í mótmælunum. Er svosem ekki hissa á því. Fólk vill svör og trausta forystu. Við lifum á þeim tímum að þjóðin er í algjörri óvissuferð og vonlaust að ætla að stöðugleiki komist á hér í landinu á næstu mánuðum. Þetta er vissulega vond staða og það mun taka sinn tíma að byggja upp til framtíðar. Ekki mun það gerast á næstu dögum. Uppbyggingarstarfið er aðeins rétt að byrja.

Næstu mánuðir verða erfiðir hér á Íslandi. Mér finnst eðlilegt að almenningur í þessu landi hafi skoðanir á stöðunni og tjái sig hreint út. Vel hefur tekist til með mótmæli þar sem fólk talar hreint út og kemur fram sem samhent, hefur skoðanir á stöðunni og vill að tekið sé á henni. Auðvitað er það bara eðlilegt.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér....eina tækið sem almenningur hefur á þessum síðustu og verstu eru mótmæli.

Ég er fylgjandi flestu ef ekki öllu sem fram kemur á þessum fundum og mér finnst "töff" að klæða Jón Sigurðsson í bleikt....en hvaða stefnu eru mótmælin að taka....ég verð að segja að ég er örlítið farin að hræðast ofbeldi....(getur það verið ...að annars "dagfarsprútt" fólk geti hugsað sér að grípa til ofbeldis....(mér finnst meira að segja óþægilegt að skrifa þessi orð...)

Aldís Gunnarsdóttir, 22.11.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Almenningur er að vakna upp við þann vonda draum að taka eigi eingarnám í eigum þeirra með því að láta verðbólguna og niðurskurð í félagslega kerfinu borga fyrir alla skuldasöfnun auðmanna. Bankana má ekki kæra og alls ekki má leifa alemnningi að kjósa sér nýja fulltrúa. Eftir stendur almenningi aðeins þrír kostir: Landsflótti, gjaldþrot eða bylting.

Hvort fólk ætli í stórum stíl að hætta að greiða reikninga sína 1. desember, kaupa sér farmiða aðra leiðina frá landinu eða fara í verkfall skal ósagt látið en eitthvað virðist vera að krauma og stjórnvöld skulu ekki búast við að mótmælendur muni halda áfram að taka efnavopnaárásum án þess að svarað verði í sömu mynt.

Héðinn Björnsson, 23.11.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband