Standa sömu aðilar að báðum mótmælunum?

Mér líst ekki vel á það ef mótmælin við lögreglustöðina við Hverfisgötu eiga að vera framlengingarsnúra á mótmælin á Austurvelli. Held að það leiði aðeins til þess að mótmælin verði dæmd sem skrílslæti og þaðan af verra, ef talsmenn beggja mótmælanna verða þau sömu eins og sést nú í dag. Þegar Bónusfáninn var settur að húni á þinghúsinu var talað um að það væri alls ekki tengt því sem gerðist á sviðinu á Austurvelli og ekki ættu skrílslæti að vera tengd því sem þar gerðist.

Nú kemur talsmaður Austurvallarmótmælanna fram sem talsmaður þess sem gerist við lögreglustöðina. Finnst það ekki beint styrkja það sem gerist á Austurvelli og í besta falli rýrir það trúverðugleika þess sem hann sagði eftir að fáninn var settur að húni að þar væri annað og óskylt um að ræða en það sem hann stæði fyrir. Er þetta það sama?

mbl.is Mótmæli við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Nei, þetta er ekki það sama. Hann er einungis að tjá sig um handtöku Hauks, fyrr í dag. Ekki á þessum mótmælum, né um þau, enda stendur hann ekki fyrir þeim.

Friðrik Jónsson, 22.11.2008 kl. 17:40

2 identicon

Boðuð hefur verið aukin samstaða meðal þjóðarinnar. Þetta er samstaðan í verki.

Arnar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Já það er svo, Hörður T bað alla að fara að löggustöðinni og mótmæla handtöku hans.

Kreppa Alkadóttir., 22.11.2008 kl. 17:48

4 identicon

Það eru þúsundir manna með þúsundir skoðanna og hegðun, þannig það er ekki hægt að taka ábyrgð á neinu nema sjálfum sér.  Það er alltaf hægt að nota þessi ömurlegu "guilty by association- rök" alls staðar á fólk, eins og þú og stjórnmálamennirnir gera, en það þýðir ekkert að þau séu gild.

Hörður Torfason hvatti ekki til þessarar aðfarar, hann hvatti til að fólk mótmælti þarna. Hann hefur alltaf hvatt fólk til að mótmæla friðsamlega. Hann getur ekki tekið ábyrgð á öllum mótmælendum. Það er fáránlegt. Hann ber enga ábyrgð á þessu.

Annars voru þetta hressileg mótmæli. Viðbrögð við fasisma sem þessum eru oft skrílslæti hjá litlum hópum í samfélaginu. ;)

Ari (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:50

5 identicon

Hvað gengur þér til Stefán ?

Hörður Torfa stendur fyrir friðsamlegum mótmælum og tekur það sérstaklega fram í ræðu sinni fyrir hvern Austurvallarfund á laugardögum.

Af hverju ertu að gera tilraun til að sverta hans friðsælu baráttu fyrir mannréttindum í þessu landi ? Hvernig væri að þú myndir mæta á þessu mótmæli og taka þátt. Þá værir þú kannski betur tengdur við þjóðfélagið. Þú ert langt frá því núna ef mark er takandi á þessu bloggi þínu í dag.

Ég veit ekki betur en að formaður Rafiðnaðarsambandsins hafi sagt þetta vera flott táknræn mótmæli hjá strákum að setja upp bónusflaggið.

Gerir þú þér grein fyrir því hvernig stórir samfélagshópar í öðrum löndum bregðast við mun minni óréttlæti þar ? Það væri allt brjálað þar og þar er það talið sjálfsagður hlutur að mótmæla. Enda er þetta rödd fólksins.

Kannski er rétt að spyrja þig. Eiga þeir sem standa fyrir mótmælunum að halda í hendina á öllum sem fara yfir strikið ? Kanntu ráð til þess ?

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:50

6 identicon

Samasem merkið er ekki fyrir hendi, Hörður mótmælir einfldlega að ekki sé farið að lögum við handtökuna, restin á spunanum er hjá þér

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:50

7 identicon

Hvernig eiga þeir sem standa fyrir friðsælum mótmælum að halda í hendina á þeim sem fara yfir strikið ?

Ertu að reyna að sverta nafn Harðar Torfa sem segir í öllu viðtölum að hann standi fyrir friðsælum mótmælum ?

Svo er stór spurning hvort mótmæli eigi yfir höfuð að vera friðsæl á þessu landi lengur. Öll önnur lönd skilja ekki af hverju við erum svona rólegir yfir þessu.

Allir útlendingar skilja ekki af hverju við látum bjóða okkur svona rugl.

Enda með ólíkindum hvernig 300.000-þúsund manns eiga að borga fyrir óhæfuverk 30.manna.

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:01

8 identicon

Það væri nú samt fróðlegt að vita hvaða lög þessi ungi maður braut.  Og hvort brot á þeim varði fangelsisvist.

Vil bara taka undir orð sem ég las á öðru bloggi http://harring.blog.is/blog/harring/entry/721076/    " út með Hauk, inn með Geir".   

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er eðli mótmæla almennings að þar eru margar raddir uppi. Styrkur stjórnmálaflokka er að þeir geta virst vera einn maður og talað einni röddu. Svo er það reyndar veikleiki þeirra líka.

Þar sem þú virðist vera á móti þessu mótmælaliði, þá vil ég spyrja þig - Hvaða lög braut drengurinn með ofbeldislausum og fyrst og fremst táknrænum mótmælum sínum?

Athyglivert að sjá almennan borgara styðja lögreglufasisma - Menn læsa eigin borgara ekki inni fyrirvaralaust og án ákæru, bara vegna þess að þeir HALDA að þeir muni gera eitthvað á morgun. Það sér hver maður hvert það mun leiða.

Það sem hér er í gangi er viðleitni lögreglu til að HRÆÐA fólk frá því að mótmæla. Látið það hvetja ykkur til dáða.

Og þegar kemur að því að gjalda fyrir þessa tilraun til að innleiða fasisma - gleymið þá ekki hver er yfirmaður lögreglunnar  - Björn Bjarnason.

Rúnar Þór Þórarinsson, 22.11.2008 kl. 18:12

10 identicon

Ertu ekki að tengja þetta eitthvað vitlaust? Þó svo Hörður hafi hvatt til þess að fólk mótmæli því að þessi maður hafi verið tekin, þá getur það alveg eins þýtt að skrifa í blöðin. Þetta er eitthvað sem hefur bara gerst, óundirbúið. Það má sjá hjá þér að þú hefur verið ötull nemandi hjá Davíð Oddssyni, smjörklýpurnar fljúga allt um kring eins og sjá má á fyrirsögn þessarar færslu. Þið sem hafið kosið Sjálfstæðisflokkinn eruð svo húsbóndahollir að þið mótmælið ekki einu sinni þó þið væruð búnir að missa vinnuna og húsið, því undirlægjuhátturinn og þrælsóttin er ykkur svo í blóð borin að það hálfa væri nóg. Það er sorglegt að við getum ekki staðið saman allir Íslendingar á þessari stundu og skiptir þá engu hverjir eru við stjórn. Þú veist það alveg eins og ég að Sjálfstæðisflokkurinn er fullur af spillingu, farðu bara inn í þitt heiðarlega hjarta og finndu það sem við hin finnum hjá okkur. Það getur svo sem vel verið að ég geti alveg eins talað við vegginn, því það er ekki óvanalegt að sjá skósveina flokksins verja óheiðarlega stjórnmálamenn t.d. eftir mannaráðningar en þar er af nógu að taka, og sem allir vita að lyktar af spillingu. Samt koma menn tengdir flokknum í fjölmiðla og verjið gegn betri vitund. Við eigum ekki, hvar sem við erum í flokki að láta slíkt yfir okkur ganga, né að einhverjir spjátrungar á þingi komi eignum þjóðarinnar undir vini og vandamenn. Við eigum að mótmæla og ekki sætta okkur við óheiðarleika. Það er einnig skrítið að þegar ég ympra á þessum orðum við þá sem eru hægra megin í pólitíkinni, þá er mér samstundis bannað að setja athugasemdir hjá viðkomandi, ég held meira að segja að þú sért sá eini sem ekki hefur bannað mínar athugasemdir.

Valsól (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var greinilega kvatt til ofbeldis af stjórnendum fundarins, bæði varðandi þennan Hauk og einnig þegar sagt var að ráðamenn yrðu bornir út með valdi ef þeir segðu ekki af sér og boðuðu til kosninga eftir viku. Þetta ofbeldisfólk er ekki fulltrúar þjóðarinnar í þeirri réttlátu reiðibylgju sem gengur yfir landsmenn. Ég fullyrði það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 22:23

12 Smámynd: Camel

Já, Stefán Friðrik.  Ég veit reyndar ekki hvað brekkusnigill er á Akureyri þó ég telji mig nokkuð vel að mér af utanbæjarmanni að vera.

Mitt álit er það er að þrír flokkar, jafnvel fjórir standi að mótmælunum í dag.

Bleiku konurnar, Hörður bleiki, samtök eggjabænda og prjónastofan sem selur lambúshettur fyrir kýðafólk.

Camel, 23.11.2008 kl. 03:54

13 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Varðandi síðasta kommentið skal taka fram að Brekkusnigill er heiti yfir þá sem búa á Brekkunni á Akureyri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband