Mikilvægar upplýsingar í Bónusfánamálinu

Mér finnst mjög mikilvægt að fá þær upplýsingar frá innheimtumiðstöð sekta og sakakostnaðar að ekki hafi þurft að láta Bónusfánastrákinn vita fyrirfram. Þetta er gott innlegg. Ég hef eiginlega misst töluna á samsæriskenningum og alls konar vangaveltum um málið sem ég hef fengið í tölvupóstum, og sumir af þeim heldur orðljótir og ekki beint með á hvernig þetta eigi að gera en fullyrða ansi margt, og því mikilvægast að fá að heyra sannleikann um hvernig unnið er í þessum málum. Þetta setur málið allt í gott samhengi og vonandi bindur enda á allar vangaveltur án samhengis.

En ég tek hinsvegar undir það að það verði að fara varlega í þessum efnum og láta kerfið hafa sinn gang. Ef óánægja er með verk lögreglunnar er hægt að fara með það mál dómstólaleiðina og leita eftir rétti sínum ef hann er óyggjandi eftir lögum. Ég fer ekki leynt með þá skoðun að það hafi ekki verið gott að þeir sem standa fyrir friðsömum mótmælum á Austurvelli séu framarlega í flokki í Hverfisgötumótmælunum, enda höfðu þeir sjálfir sagt að verk fánastráksins hefðu verið ljótur blettur á mótmælum þeirra á sínum tíma.

mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Mistök starfsmanna Innheimtumiðstöðvar sekta og sakakostnaðar ollu því að mótmælandinn, sem handtekinn var á föstudag, var ekki látinn vita líkt og lög gera ráð fyrir.

Bara Steini, 23.11.2008 kl. 18:41

2 identicon

Annað segir Ragnar Aðalsteinsson sem meira að segja efast um að heimilt sé að láta manninn lausan í miðri afplánun án óskar hans og vilja og gæti jafngilt niðurfellingu þess sem eftir stendur.     

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:10

3 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

kerfið er seinvirkt mótmælin flýttu fyrir því að Haukur var látinn laus fekk flýtimeðferð

Sigmar Ægir Björgvinsson, 23.11.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Neddi

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá innheimtustöð sekta. Lögin segja til um að ef menn séu kallaðir til vararefsingar eigi að tilkynna þeim það með sannanlegum hætti.

 71. gr. Vararefsing.
Nú telur lögreglustjóri að innheimtuaðgerðir séu þýðingarlausar eða fullreyndar og skal hann þá ákveða að vararefsingu verði beitt. Að höfðu samráði við fangelsismálastofnun skal sektarþola send tilkynning um fyrirhugaða afplánun vararefsingar. Tilkynningu skal senda með sannanlegum hætti.

Neddi, 23.11.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Innheimtustofan gerði herfileg mistök og búast má við skaðabótamáli á hendur stofnuninni. En samsæriskenningarnar eru fyrir bí

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

"og því mikilvægast að fá að heyra sannleikann um hvernig unnið er í þessum málum. Þetta setur málið allt í gott samhengi og vonandi bindur enda á allar vangaveltur án samhengis"

Æ,Æ. Mér sýnist þér ekki verða að ósk þinni hér Stefán minn frekar en oftar, undanfarið. Ef við tökum mark á þessu hér að ofan frá honum Nedda, og ég  hef rekist á þetta á fleiri stöðum í kvöld, þ.e 71. grein um vararefsingu, þá eru menn nú ekki beinlínis að breiða út sannleikann.

 Gott hefði verið að fara betur yfir söguna sem þeir ætluðu að ljúga sem afsökun, í sameiningu,  og klúðra því ekki svona barnalega.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 24.11.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt skal vera rétta en samt ekki nokkurt tilefni til þess að þessi drengur sé gerður að píslarvætti íslensks réttarkerfis

það hefur komið fram að hann á sér afbrotasögu 

Jón Snæbjörnsson, 24.11.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband