Skynsamlega tekið á ofbeldismálinu í Njarðvík

Mér finnst skólayfirvöld taka mjög vel og skynsamlega á ofbeldismálinu í Njarðvíkurskóla. Fólskulegt ofbeldi og einelti á ekki að líða og mikilvægt að þeim sé refsað sem standa að svo grófri líkamsárás. Mikilvægt er að þeir sem telja eðlilegt að berja einn skólafélaga sinn svona læri sína lexíu og ég vona að almennt hafi þetta þau áhrif að fólk hugsi sitt ráð.

Fyrir nokkrum dögum sá ég að þessir strákar voru nafngreindir og afhjúpaðir á einni bloggsíðu. Slíkt er og verður umdeilt. Ég held og vona að þeir læri sína lexíu þó þeir séu ekki tættir í sundur á blogginu, nafngreindir og teknir þannig í gegn. Margt annað er hægt að gera til að kenna þeim sem beita svona ofbeldi lexíuna.

mbl.is Árásarmönnum vikið úr skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband