Skiljanleg óánægja með ræðu Katrínar

Ég er ekki hissa á því að ræða Katrínar Oddsdóttur verði áberandi meðal nemenda við HR og fleiri í samfélaginu. Hún gekk þar mjög langt og allt að því hótaði valdaráni og ráðist yrði með hreinu ofbeldi inn í stofnanir á vegum ríkisins. Mér finnst það einum of og finnst það furðulegt að hótað sé ofbeldi á fundi sem átti að vera friðsöm mótmæli og haldinn undir formerkjum friðsamlegrar samstöðu almennings. Þetta orðaval er ekki beint líklegt til að það merki haldist lengur á mótmælunum.

Hef reyndar heyrt ólíkar skoðanir á ræðunni. Sitt sýnist auðvitað hverjum. En mér finnst það of langt gengið að hóta ráðamönnum ofbeldi og gefa í skyn að valdarán og bylting sé rétta svarið í vanda íslensku þjóðarinnar. Slíkt er ekki vænlegt fyrir þá sem fóru af stað með friðsöm mótmæli á Austurvelli og rýrir boðskap þeirra.

mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er satt. Eigum við ekki bara öll að haga okkur eins og í ensku teboði a la Hercule Poirot? Ræða málin á siðsamlegan og kurteisan hátt, fá okkur meira te og rabba meira saman? Það er svo miklu þægilegra en skrílsleg gífuryrði múgsins. Verum áfram vel upp alin, allt á kurteisu nótunum, það hefur skilað okkur svo miklu, m.a. þjóðargjaldþroti. Hvað er það milli vina?

Nína S (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:48

2 identicon

Er ekki allt í góðu lagi með þig gamli minn. Auðvitað hefur hún allan rétt á sínum skoðunum. Þegar þú hefur engu að tapa (eða eins og sumir eru að komast að, minna en engu) þá er yfirtaka (ekki valdarán) hugsanlega eina leiðinn sem er opin. Þegar gamlir lögfræðingar í Seðlabanka og dýralæknar eru búinir að forklúðra öllu. Kanski er kominn tími á venjulegt fólk?

Jón (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 03:23

3 identicon

þú ert að grínast... eftir lognmollu og bull stjórnmálamanna... þá er hún í góðu lagi. Þú ert bara húmoristi.

jón (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 03:59

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var hressileg ræða og mér fannst líka athyglivert í ræðunni að réttur hefði verið brotinn á þeim  Íslendingum sem hefðu tapað  þriðjungi sparifés. Sjálfur tapaði ég peningum en þó ekki sparifésinu

Sigurður Þórðarson, 27.11.2008 kl. 05:55

5 identicon

Í Fréttablaðinu í dag lýsir Katrín sinni sýn á lýðræði, sem virðist ganga út á að Ólafi Ragnari Grímsyni verði falið að velja úr sinni hirð aðila í þjóðstjórn og þingið sent heim um óákveðin tíma.

Grímur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Samkvæmt minni máltilfinningu eru mótmæli ekki friðarboðskapur. Það er hins vegar auðvitað hægt að mótmæla án slagsmála eða blóðsúthellinga öfugt við byltingar sem hingað til hafa hvergi verið friðsamar. Rétt er að hafa það í huga þegar boðað er til þeirra.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.11.2008 kl. 11:36

7 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Það er margt rétt sem katrín segir í þessari ræðu, en að boða til ofbeldis er ekki vænleg leið til árangurs. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi, dæmin sanna það sbr. óróann við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Maður uppsker eins og maður sáir.

Mótmæli án ofbeldis eru líklegri til að skila árangri vegna þess að um leið og mönnum losnar höndin er þeim einfaldlega svarað í sömu mynt.

Ætlar svo þetta fólk sem boðar byltingu að bjóða sjálft sig fram til að stýra skútunni ? Hefur þetta fólk einhverja reynslu af viðlíka málum ? Hafa þeir sem hæst láta eitthvað fram að færa annað en hvetja til óróa ?

Sjálfsagt er hægt að spyrja enn fleiri spurninga, en ég geri það ekki hér.

Steinmar Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég kýs að líta á þetta sem eldmóð hugans... þegar hann nær tökum er ekkert endilega með rökfesta eða skynsemi.

Þetta rjátlast af henni þegar hún er lengra komin í lögfræðinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2008 kl. 15:37

9 identicon

Ég gæti ekki gert öll orð Katrínar að mínum en ég tel að lögfræðingar sem laganemar eigi að taka meiri þátt í umræðunni en undanfarið hefur tíðkast.  Stjórnmálaflokkarnir hafa auðvitað átt sínar málpípur sem hafa skautað létt yfir fræðileg rök til að þjóna stjórnmálaflokkunum en aðrir lögfræðingar hafa gætt þess að hafa hljótt um sig (einhverra hluta vegna).

Tjáningarfrelsi er lýðræðinu nauðsynlegt.  Mótmæli er ein birtingarmynd tjáningarfrelsis.  Ef einn maður stendur á götuhorni með mótmælaspjald, er hann að nýta tjáningarfrelsið og gildir þá einu hverju hann er að mótmæla.  Ef 2000 manns koma saman og mótmæla tilteknu ástandi eða tilteknum stjórnvöldum, þótt skoðanir þeirra fari ekki endilega allar saman, þá er það ákveðin vísbending til umboðsmanna þjóðarinnar að umbjóðendurnir séu ósáttir við það vald sem umboðsmönnunum er falið.

Það gleymist líka oft að sjálft lýðræðið, þrískipting valdsins, prentfrelsið og allt sem við byggjum okkar borgaralegu tilveru á, er afsprengi mótmæla og fyrirbæris sem hefur verið réttilega nefnt Franska byltingin.  Nú nýverið hefur almenningur mótmælt í fyrrum austantjaldslöndum og þannig náð að þoka þróun þar í lýðræðisátt (nú segir einhver:  "ertu að líkja Íslandi við kommúnistaríki" og reynir þannig að sundra umræðunni með smjörklípu.

Almenn þátttaka og skoðanamyndun almennings þessa dagana er lýðræðið í sinni björtustu mynd.  Hér hafa allir staðið sína plikt, mótmælendur hafa hegðað sér friðsamlega, ef frá er talinn lítill hópur, lögreglan hefur komið fram af skynsemi og hófsemd, ef frá er talinn lítill hópur, og fjölmiðlar hafa meðhöndlað ástandið skynsamlega, ef frá er talinn lítill hópur.   Eini hópurinn sem hefur brugðist heilt yfir - eru stjórnmálamennirnir sem annað tveggja. kalla almenning "skríl" eða reyna að nýta óánægju almennings til að slá sjálfir nokkrar pólitískar keilur.

Ég segi:  "Áfram Íslendingar - þetta er okkar samfélag og það erum við sem eigum að móta það og stýra því"

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband