Geir opnar Evrópudyrnar með gjaldmiðilstalinu

Geir H. Haarde
Sú yfirlýsing Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, að til greina komi að taka upp annan gjaldmiðil er mjög merkileg, því verður ekki neitað. Þetta er í fyrsta skiptið sem hann ljær opinberlega máls á því, svo ég muni eftir, að snúa baki við krónunni og horfa í aðrar áttir. Hann hefur til þessa neitað öllu slíku og verið afdráttarlaus andstæðingur aðildar og evrunnar á meðan Samfylkingin hefur horft mjög afdráttarlaust til ESB-aðildar en þó verið róleg í yfirlýsingum í þær áttir meðan á stjórnarsamstarfinu hefur staðið.

Mér finnst þessi yfirlýsing auka líkurnar á því að Sjálfstæðisflokkurinn taki tímamótaafstöðu í þessum málum á landsfundi sínum; Evrópunefndin muni með velvilja forystunnar taka upp þá stefnu að stefna að aðildarviðræðum. Ekki aðeins er yfirlýsing Geirs afgerandi merki í þá átt heldur líka orð Friðriks Sophussonar, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að horfa eigi til aðildarviðræðna. Þó Friðrik sé löngu hættur þátttöku í stjórnmálum vega orð hans mjög þungt og segja mjög margt um stöðu mála.

Ég tel að það verði mjög lífleg umræða um ESB-afstöðuna á landsfundi og á von á að hraustlega verði þar skipst á skoðunum. Ég velti því þó fyrir mér hvort Geir H. Haarde muni fara á þann fund með afgerandi skoðun með Evrópusambandinu á fundinn eða muni láta nefndinni og forystumönnum hennar alfarið eftir að marka þann stíg hvort verði niðurstaða hennar og fari inn í fundardrögin þar með. Geir mun væntanlega ekki taka afstöðu í aðra áttina fyrr en nær dregur landsfundi og sér til.

En þessi yfirlýsing eykur mjög líkurnar á því að Geir taki u-beygju í Evrópumálum í aðdraganda landsfundar. Í besta falli er þetta upphaf þeirra skoðanaskipta eða annars í öllu falli vangaveltur um að hann hugleiðir báða kosti. Hann er ekki lengur með þá skoðun að útiloka ESB og evru eins og á Valhallarfundi fyrir nokkrum mánuðum, í ræðu sem ég túlkaði þá svo sterkt innlegg gegn ESB að hann myndi aldrei á formannsferli sínum horfa til ESB. Tímarnir breytast fljótt.

mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er nú ekki svo viss um að Geir sé að tala um Evru.  Dollar kemur líka sterkur inn.  Það er hörð krafa á stjórnvöld að taka upp nýjan gjaldmiðil strax.  LÍÚ setti t.d. fram opinbera áskorun þess efnis í dag.  Aðrir munu fylgja í kjölfarið.  Ég hugsa ekki að fólk sé að tala um að fara í gegnum ERM II ferlið - við höfum ekki tíma.  Og þar með er evran out í bili.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Bendir þetta ekki til að uppgjör nálgist í Sjálfstæðisflokknum?

Davíð virðist hafa haft miklu sterkari ítök í flokknum fram að þessu en nokkurn óraði fyrir. Alla vega hefur Geir farið mjög varlega í að stíga á tærnar á honum, af ótta við að flokkurinn klofnaði.

Davíð hefur ekki tekið neina krónubeygju, það væri ekki hans stíll.

Jón Ragnar Björnsson, 30.11.2008 kl. 00:45

3 identicon

Hefur einhver spáð í það að það er verðbólga líka í evrulöndunum, vextir sem voru 4,15 eru í dag yfir 11% . Á Spáni hækkaði allt gífurlega við upptöku evru.

Rósa Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:55

4 Smámynd: Tori

Smámynd: Tori

USD er málið vegna vantrúar þeirra sem pípa allan daginn um krónuna. Gjaldmiðill er tiltrú ekkert annað. Þetta er vara sem þarf að selja.Svo við getum öll selt hana þarf að hafa trú á vörunni.

Sleppum því að fleyta krónunni.Semjum við Seðlabanka Bandaríkjana ( Ekki ríkisbanki) og vinnum okkur útúr atvinnuleysinu sem mun fylgja upptöku annars gjaldmiðils en krónunar.

Tori, 30.11.2008 kl. 02:07

5 identicon

ætóldjúsó hefði einhver sagt. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:30

6 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Merkilegt að allir virðast halda að með umsókn í ESB þá bara fáum við sisvona EVRU(R)

Þar sem við uppfyllum ekki skilyrði fyrir upptöku evru, þá fáum við ekki evru með ESB aðild nema að þeim uppfylltum, og þarna erum við að tala um fleiri ár.

Reyndar eru um 11 smáríki utan ESB með evrur, ýmist með samþykki ESB eða ekki. Þar af eru tvö mannfleiri en Ísland. Þessi ríki eru ekki öll í Evrópu...

Mig grunar að Geir eigi frekar við dollara, annað hvort ameríska eða kanadíska, og þá er þetta innlegg hans engan veginn lóð á vogarskál ESB aðildar....

Jón Logi Þorsteinsson, 30.11.2008 kl. 13:26

7 identicon

Þetta eru taktískar yfirlýsingar hjá Geir.  Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega á fullu við að vinna heimavinnuna sína og smíða tillögur úr vörn í sókn.  Er handviss um að Geir sendir þessa dagana og vikurnar út yfirlýsingar á réttum augnablikum eftir því hentar og staðan býður upp á.  Þetta hófst með að flýta landsfundinum.  Þetta hljómar eins og U beygja en ég held beygjan hafi alls ekki verið vona kröpp.  Það er verið að vinna taktískt úr stöðunni hjá Sjálfstæðisflokknum.  Við vitum að það þýðir ekki að taka upp nýjan gjaldmiðil eða ganga í ESB án þess að smíða þrepaskipt innleiðingarplan.  Það virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera að gera.  Hvað með aðra flokka?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband