Vinarhugur í raun - greiði með skilmálum

Ég met mikils að norðurlandaþjóðirnar vilji leggja okkur lið þegar við eigum í mestum kröggum og erfiðleikum. Samt er ekki hægt að gleyma því að engin þeirra vildi berjast með okkur í Icesave-baráttunni og tók fullan þátt í að neyða okkur til uppgjafar, sætta okkur við ofurefli þar sem við vorum keyrð áfram leið sem fáar sjálfstæðar og öflugar þjóðir hefðu getað sætt sig við. Lánalínurnar frá Norðurlöndum stóðu ekki til boða nema með fullri uppgjöf í Icesave-málinu. Við vorum ein þegar virkilega á reyndi.

En auðvitað er vinargreiði mjög mikils virði. Þó það nú væri. Betra að fá einhvern greiða en engan. Við getum samt ekki sagt að norðurlandaþjóðirnar hafi stutt okkur hiklaust. Sá stuðningur fékkst ekki nema með uppgjöf á leiðinni. Þegar virkilega á reyndi var stuðningurinn háður skilmálum og viðurkenningu á umdeildri ábyrgð okkar allra á skuldum auðjöfranna hérna heima, þó vonandi takist að leysa þau mál án þess að framtíðarkynslóðir þurfi að axla þær byrðar.

En vissulega er það rétt hjá Geir að við munum hverjir eru vinir í raun og hverjir eru vinar á skilmálum.

mbl.is Íslendingar muna vinargreiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér,ég ætlaað vona að þú teljir Færeyinga til norðurlandaþjóða,að öðruleyti er ég sammála þér.

Mbk Siggi P 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband