Leitum lausna í stað þess að vera neikvæð

Glöggt er gests augað var forðum sagt. Datt þessi forni málsháttur í hug þegar ég las viðtalið við Claus Möller hjá TMI. Við eigum á þessum krísutímum mun frekar að reyna að leita lausna á vanda þjóðarinnar í stað þess að sökkva okkur í þunglyndi og hreina ömurð, þó vissulega sé það freistandi að gefast upp fyrir vandanum þegar að þrengir er það engin lausn á vandanum. Við þessa umhugsun er mér fyrst og fremst hugsað til stjórnmálamannanna sem hafa ekki náð að tala í lausnum við fólk.

Sérstaklega finnst mér stjórnarandstaðan hafa verið ábyrgðarlaus í einhliða neikvæðu tali og niðurdrepandi. Þar hefur aldrei verið talað í lausnum og með einhverja framtíðarsýn. Steingrímur J. Sigfússon talaði mjög oft um mikilvægi þess að gera eitthvað annað en stjórnvöld ákváðu en gat er á hólminn kom ekki komið með neina aðra lausn á vandanum eða talað stöðuna upp, aðeins talað hana niður og hjakka á neikvæðu atriðunum sem allir vissu.

Staðan er kannski ekki þannig að allir hafi framtíðarsýn til langs tíma. En það er mikilvægt að þeir stjórnmálamenn sem vilja vera ábyrgir og traustir tali í lausnum og skapi framtíðarsýn, ef það sé ósátt við stöðu þjóðarinnar komið með einhvern vegvísi til framtíðar.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikid rétt.

En er ekki bara málid ad thad er enginn alvöru leidtogi í íslenskum stjórnmálum, hvorki í stjórn né stjórnaradstödu?
Eftir ad Davíd hætti, finnst mér eins og thad gusti ekki um neinn tharna, thetta virdast allt vera saudir á medan ad enginn er fjárhirdirinn.

Okkur vantar íslenskan Barack Obama, sem er sérfrædingur í ad snúa erfidleikum í tækifæri.

Hölli Vals (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Forgangsatriði að koma sofandi sauðum og spillingarliðinu frá svo hægt sé að snúa sér að jákvæðum hlutum og uppbyggingu, fólk sem er rúið trausti er ekki vænlegt til að leiða þjóðina áfram, spurning hvort að hún leiði sig ekki best sjálf, kominn með upp í kok eins og margir af vanhæfum kerfisköllum og kellingum sem hugsa fyrst og fremst um að ota sínum tota og moka undir auðmennina sem borguðu þeim leiðina til valda...þó að loforðin sem alldrei eru efnd streymi fram í kosningabaráttunni viðstöðulaust, það er bara alldrei nein innistæða fyrir skruminu.

Það vantar ærlegan alvöruleiðtoga, nóg komið af þýi.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband