Gott kvöld með Ragnhildi Steinunni slegið af

Ég er einn þeirra sem hef gaman af góðu sjónvarpsefni og met mikils að sjónvarpsstöðvarnar geri vandað og gott íslenskt efni. Eitt af flaggskipum vetrarins hjá RÚV, Gott kvöld, hefur nú verið sleginn af í miðju kafi, bæði vegna minnkandi áhorfs og kostnaðar. Eitt og annað hefur gott verið gert í þættinum, en eftir stendur þó sú staðreynd að of í lagt er að eyða klukkutíma í einn gest án þess að hafa undirstöðuna ekki traustari og betri en raun ber vitni.

Ræður þar miklu að stjórnandinn, þó af öllum vilja sé gerð til að standa sig vel, stendur ekki undir verkefninu. Mér finnst hún ekki góð í viðtalstækninni og því verður öll umgjörðin utan um þáttinn vandræðalega veik. Húshljómsveitin hefur þó gert góða hluti og stöku sinnum verið fínir gestir, þó þátturinn með Eivöru Pálsdóttur beri algjörlega af. Hinir þættirnir hafa verið mjög misjafnir og sumir frekar slappir.

Mér finnst eðlilegt að Sjónvarpið hafi metnað til að gera viðtalsþætti með innihaldi og traustri umgjörð. Gísla Marteini og Hemma Gunn tókst að fá um eða yfir 70% landsmanna að sjónvarpstækjunum á meðan þeir voru á skjánum með kvöldskemmtiþátt árum saman og fleiri eru þeir svosem sem hafa verið með ágætis þætti. En erfitt er að leggja af stað í verkefni sem vantar undirstöðu í.

Slík verða örugglega eftirmæli Góðs kvölds - of í lagt að vera með einn gest og stjórnandinn náði ekki að halda utan um verkefnið. Því náði þátturinn aldrei flugi og sökk. En vonandi tekst að fylla pláss þáttarins með góðu efni. Getur ekki Sjónvarpið endursýnt það besta með Hemma og Gísla? Hvað með öll leikritin og skemmtiefnið sem Sjónvarpið tryggði sér sýningarrétt á? Hvenær sjáum við það?

mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Afskaplega slappur þáttur sem fáir munu sjá eftir.

Árni Gunnarsson, 2.12.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég held nú svei mér þá að þú sért aðeins of upptekinn við að skrifa langa pistla í fréttastíl. Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að þátturinn hafi verið sleginn af í miðju kafi einsog þú orðar það. Í þeirri frétt sem þú ert að tenga þetta blogg þitt er eingöngu talað um að jólaþátturinn hafi verið sleginn af en ekki þátturinn í heild sinni. 

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Árni.

Sparaðu skítkastið Stefán Þór og ógeðsleppana. Það er búið að slá þáttinn af. Hann hættir fyrir jól.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ekkert er skítkastið af minni hálfu. Ég spurði þig hvaðan þú hafi þessa upplýsingar ? Sé ekki að þú hafir svarað því. En skítkast var þetta ekki.

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þátturinn verður ekki á dagskrá eftir jól og jólaþátturinn, sem átti að vera síðasti þátturinn hefur verið sleginn af. Gettu betur hefur verið sett á laugardagskvöldin í þetta pláss og fer í það eftir Eurovision.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Þó þú þakkir mér ekki fyrir mitt komment þá skrifa ég aftur.

Það er nú rangt að ég sé með skítkast þó þér líki ekki við skrif mín. Ég ætlaði í það minsta ekki að skíta þig út með þessarri athugasemd. En spurningin stendur enn. Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að þátturinn hefur verið sleginn af? Jólaþátturinn sem sýna átti þriðja í jólum hefur verið sleginn af. Það stendur allavega ekkert meira í frettinni né annarsstaðar. 

Ég spara skítkastið líkt og áður og mun ekki nota skítkast á þig frekar en aðra... 

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 15:01

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú getur m.a. lesið um það hérna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Mótekið.. Þetta hefði verið fínt að skrifa bara strax í stað þess að saka mann um skítkast.

Þannig að við getum verið sammála um það að góðu kvöldin hefjast eftir áramót..

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 15:16

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

No hard feelings. Það má vera að ég hafi misskilið þig og þú mig. En hvað með það, ég ætla ekki að gera nein leiðindi eða vesen úr þessu og við skiljum vonandi sáttir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ekkert mál. 

Stefán Þór Steindórsson, 2.12.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband