Góðar tillögur hjá ríkisstjórninni

Mér finnst tillögur ríkisstjórnarinnar til bjargar fyrirtækjunum vera traustar og góðar. Þær skipta allavega miklu máli á þessum tímapunkti. Mér finnst ríkisstjórnin vera að ná vopnum sínum eftir erfiða tíð að undanförnu. Hún hefur sjaldan verið samhentari í orði og verki en eftir að stjórnarandstöðunni mistókst að koma með trúverðuga vantrauststillögu og náði ekki að fylkja alveg saman liði. Yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar að undanförnu vekja líka efasemdir um hæfi hans til að vinna undir álagi. Engar eru heldur lausnirnar eða tillögurnar frá stjórnarandstöðunni.

Á síðustu dögum hafa leiðtogar stjórnarflokkanna verið saman sem mjög sterkt forystupar, sem tekur erfiðar og óvinsælar ákvarðanir í hita leiksins en getur fært okkur nýtt upphaf. Þeim á að gefa tækifæri til að stýra málum áfram en síðar verður kosið um forystu þeirra í efnahagslægðinni og hvernig tókst til í þeim efnum. Stjórnarandstaðan hefur ekki sýnt að hún sé ábyrgt afl við þessar aðstæður.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband