Leiðarljós Vigdísar - sameiningartáknið sanna

Vigdís forseti
Mér þykir mjög vænt um að heyra í Vigdísi Finnbogadóttur tjá sig um mál málanna - rödd Vigdísar og boðskapur hennar er mikilvægt leiðarljós í þeim efnahagsþrengingum sem dynja á íslensku þjóðinni í skammdeginu. Mér hefur alltaf þótt vænt um Vigdísi og finnst mikils virði að hún tali til fólksins í landinu. Hún hefur mjög mikið fram að færa og hefur þann trausta styrkleika að njóta trausts og stuðnings allra - er hafin yfir dægurþrasið. Þó tólf ár séu nú liðin frá því að hún flutti frá Bessastöðum er Vigdís og verður alla tíð forseti í huga okkar allra.

Vigdís var sameiningartákn þjóðarinnar um langt skeið og er það í raun enn. Á þeim tímum þegar forseti Íslands, sem ætti að öllu eðlilegu að vera sameiningartákn þjóðarinnar, er ekki lengur traustsins verður og hefur farið svo illa úti í efnahagshruninu verður rödd Vigdísar enn meira virði. Við getum treyst því að hún talar af visku og sannleika um stöðuna og hefur þann sess að vera hafin yfir þessar átakalínur - ein af fáum landsmönnum sem allir geta treyst til að tala einlægt og án þess að hefja sjálfa sig upp.

Slíkt er og mikils virði. Eftir að Sigurbjörn biskup dó eru mjög fáir sem eru svo einstakir í þessu samfélagi að vera hafin yfir átök og hversdagslegt blaður. Vigdís er ein af þeim og verður enn mikilvægari fyrir vikið í huga landsmanna.

mbl.is „ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband