Ástþór borinn út af skipulagsfundi borgarafundar

Mér finnst það svolítið merkilegt sem fram kemur á bloggvef Ástþórs Magnússonar í kvöld að hann hafi verið borinn út með valdi af þremur mönnum af skipulagsfundi fyrir borgarafundinn í Háskólabíói næsta mánudagskvöld. Veit ekki hvort það kemur að óvörum að nærveru hans sé ekki óskað en mér finnst þetta svolítið sérstök vinnubrögð hjá þeim sem ætla að hafa borgarafund fyrir fólkið og fá fólk með ólíkar skoðanir þar að borðinu, ef frásögnin er rétt hjá Ástþóri.

Kannski er það virðingarvert að þessi hópur komi í veg fyrir afskipti annarra af samkomunni en mér finnst undarlegt að þeir sem vilja áheyrnarfulltrúa á fundum stjórnvalda komi í veg fyrir að aðrir sitji fundi þeirra sjálfra. Ég heyrði um daginn að komið hefði verið í veg fyrir að sumir hefðu borið fram spurningar á borgarafundinum. Heyrði nafn vörubílstjóra nefnt. Ætli það hafi verið sá frægi Sturla sem segist ætla að bjóða sig fram næst, þó ekki fyrir frjálslynda.

Annars fannst mér borgarafundurinn vel heppnaður. Vel af sér vikið hjá ráðherrunum, einkum leiðtogum stjórnarflokkanna, að mæta og tala við fólk. Þessi fundur var upplýsandi og ágætur að mörgu leyti.

mbl.is Forseti ASÍ á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég veit ekki betur en að Sturla hafi fengið að spurja spurninga á öðrum borgarafundum og því ekkert óeðlilegt að forgangsraða spurningum annarra. Á sama hátt verða þeir sem standa fyrir framboði til Alþingis að gera sér grein fyrir að þeir geta ekki tekið þátt í afli sem á að veita slíkum hreyfingu lýðræðislegt aðhald.

Héðinn Björnsson, 4.12.2008 kl. 01:33

2 identicon

Ég var á öllum fundum og hef einungis fengið að tala 1 sinni ég rétti upp hend í öll skipti...ég er samt ekki ósáttur. Það sem er verið að gera er að dreifa tíma og spurningum á marga svo að það séu ekki alltaf sömu mennirnir að spurja eða tala.

Það er svo spurning hvernig sá einstaklingur sem þarf að sitja hjá tekur því.

Hann getur túlkað það svo að það sé verið að reyna að fara fram hjá honum eða henni og tekið því sem árás á sig. Og höfnun og orðið reiður.

Það er ekki þroskað viðhorf. Til hlutanna.

Eða komið á næsta fund eins og allir aðrir og hlustað á aðra og reint að koma því fram sem á þeirra hjarta liggur.

Það eru margir sem liggja með málefni á sínu hjarta og við skiljum vel að það sé fólk sem er pirrað og sárt yfir öllu en það réttlætir ekki frekju og yfirgang samt sem áður. Við erum að reyna að hugsa um borgarana í heild

Vilhjalmur Arnason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 03:42

3 Smámynd: U4ea

Ætli menn á borgarafundinum hafi ekki vitað það sem allavega allt fullorðið fólk veit, að Ástþór þvælist bara fyrir þegar að stjórnmálamenn, verkalýðsleiðtogar og blaðamenn reyna að koma svörum til almennings á borgarafundunum og reyna með því að róa örlítið reiði fólks vegna svaraleysis undanfarið.

Að hafa Ástþór með á svona fundi er út í hött, enda virðist maðurinn, með fullri virðingu fyrir honum, ekki skilja skilaboð þjóðarinnar, að við viljum hann ekki í nein embætti.

Annars mættu fleiri en ráðherrar og leiðtogar stjórmálaflokkanna á borgarafundinn síðast, þar mættu nú alþingismenn líka sem reyndar komust ekki að á fundinum en þeir fá prik fyrir að mæta og sýna að þeim sé ekki sama - held að það séu skilaboð sem fólk þarf á að halda þessa daganna.

U4ea, 4.12.2008 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband