Hringekjan heldur áfram að snúast áreynslulaust

Ég finn mjög vel að landsmenn óttast það mest af öllu að hringekja fáránleikans haldi áfram að snúast í íslensku viðskiptalífi áreynslulaust - þeir sem áttu rekstur og fóru á hausinn fái hann upp í hendurnar átakalaust. Þeir sem óttast það fá allavega góðan málstað í hendurnar með fréttirnar af Noa Noa og Next, þar sem eigendurnir kaupa reksturinn úr þrotabúinu.

Mikið er talað um að þetta geti ekki gerst og allt verði gert til að koma í veg fyrir það. Vel má vera. Veit ekki hvort allt það sem sagt er telst heiðarlegt. En svona fréttir auka ekki tiltrú almennings á þeim sem eiga að halda á málum. Þvert á móti. Traustið aðeins minnkar.

Nýtt Ísland verður ekki reist með trúverðugum hætti ef þetta verður ásýnd þess - að við vöknum upp í sama samfélaginu eftir tæpt ár þar sem stóreignamenn sem fóru á hausinn verða komnir með sömu hlutverk og sömu stælana og hafa ekki lært neitt.

mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband