Ógnvekjandi há tala horfinna í Ríó

Mannshvörf eru vissulega alltaf dularfull. Mér finnst samt í meira lagi sorglegt og nöturlegt við þá staðreynd að 9.000 manns, sem er eitthvað svipað og býr í Garðabæ, hafi horfið í Ríó de Janeiro á innan við tveimur árum. Er ekki hissa á því að vakin sé athygli á þeirri staðreynd með svo myndrænum og traustum hætti og gert var á Copacabana-ströndinni.

Kannski finnst einhverjum þetta dropi í hafið í fjölmennu landi, en þessi gjörningur hlýtur að vekja fólk til umhugsunar. Oft getur myndrænn gjörningur sagt meira en mörg orð og það á sannarlega við í þessu tilfelli.

mbl.is 9000 horfnir á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt. Þetta er auðvitað hræðilegt! En á okkar kalda Íslandi er fólk sem er tilfinningasnautt þegar kemur að því að verja börn og þá sem minna mega sín. Hvernig getum við, hinn venjulegi borgari, stöðvað þessa þróun??

Bestu kveðjur

Birna Mar 

Birna Mar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 03:26

2 identicon

Ég staðfesti slóðina og vona að þetta hafi borist til þín. Ég er hins vegar ekki til í að vera að blogga, þar sem ég hef einfaldlega ekki tíma til þess. Vonast samt eftir svari frá þér, Stefán Friðrik. Bestu kveðjur, Birna Mar

Birna Mar (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 03:34

3 identicon

Sæll Stefán, álíka mál hefur verið uppi á undanförnum árum í norðurhéruðum Mexíkó. Þar var hallast að því að á ferðinni væri svartamarkaðslíffærasala.

Fremur ógeðfellt svo maður kveði bara ekki fastar að orði.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 05:08

4 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Dropi í hafið í fjölmennu landi. Það er gott að við lítum ekki á Íslendinga alla einmitt sem dropa í hafið af öllum þjóðum heimsins.

Gunnar Þór Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband