Eigum við að trúa hverju sem er?

Ætli ég sé nokkuð einn um að finnast óeðlilegt að fylgjast með því hvernig hjónin í Next aðlöguðu reglurnar að sjálfum sér og eignuðust verslanirnar aftur þrátt fyrir að hafa farið í þrot. Kannski er þetta skólabókardæmi að sama hvernig fari í rekstri sé hægt að halda leiknum áfram, fara í hring eftir hring og leika sér að reglunum og aðstæðum á markaði. Þetta er auðvitað óttalegur hráskinnaleikur en hann hefur sjaldan ef aldrei verið táknrænni en nú í bankahruninu.

Ekki er undarlegt að stór hluti landsmanna sé óttasleginn yfir því að þeir sem sigldu þessari þjóð í strand muni rísa upp öflugri sem aldrei fyrr, eins og karlar í tölvuleik. Nóg sé að ýta á start-takkann á lyklaborðinu og þá byrji leikurinn aftur frá byrjun, kannski enn kuldalegri og meira ógnvekjandi en áður. Kuldaleg tilhugsun.

mbl.is Next vildi þau eða ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei ekki einn um það.Ég kem til með að sneiða hjá þeirra verslunum í framtíðinni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Morten Lange

Mjög þörf ábending hjá þér.

Morten Lange, 10.12.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Þú ert sko ekki einn um það

Guðrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 12:05

4 identicon

EIgum við ekki að fagna þeirri staðreynd að 50 manns fái með þessu móti að halda vinnunni? Er ekki komið nóg af þessum helvítis samsæriskenningum sem eru að sliga þetta þjóðfélag?

 Ég fagna því á hvern þann hátt ef að fyrirtæki nái að bjarga rekstrinum og störfunum sem því fylgja, þar sem að 8000 þúsund manns á atvinnuleysisskrá er skammarlegt.

 En Stefán þú hefðir kannski verið sáttari við það?

Rúnar Ágúst (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband