Veik staða Lúðvíks - óánægja Samfylkingarfólks

Ég heyri mikla óánægju Samfylkingarfólks með frammistöðu Björgvins G. Sigurðssonar og Lúðvíks Bergvinssonar í fjölmiðlum í gær - efasemdir vakna meðal þeirra hvort Samfylkingin sé lengur traustsins verð. Auðvitað er það rétt að Lúðvík framdi allt að því pólitískt sjálfsmorð í Kastljósi í gærkvöldi. Verri frammistöðu man maður varla eftir hjá pólitískt kjörnum fulltrúa í umræðuþætti. Hann var hreinlega skelfilega dapur og allt að því steinsofandi fyrir staðreyndum, hvort sem hann vildi ekki sjá það eða forðaðist grunnforsendur málsins.

Sumir sem ég hef heyrt í og eða lesið skrif eftir eru æfir vegna þess hvernig Samfylkingin virðist vera hemill á rannsókn bankahrunsins og ekki náð að tækla þessi mál. Eftir tvo mánuði er enn deilt um rannsóknargögn og viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar virðist annað hvort sofandi á verðinum eða í besta falli horfir á atburðarásina án þess að segja eða gera neitt. Traustið á honum fer þverrandi og forysta Samfylkingarinnar dregst í svaðið með.

Hversu langt er þar til óánægjan verður almenn. Þegar traust Samfylkingarfólk er farið að formæla flokknum sínum á netinu og bæði Lúðvíki og Björgvini er langt gengið. Svo er rifjað upp að Lúðvík hafi verið eini stjórnmálamaðurinn sem var gestur á hinni frægu snekkju Thee Viking. Jón Gerald Sullenberger hefur gefið það sterklega í skyn altént.

Sú snekkjuferð og næturfundur viðskiptaráðherrans með BaugsJóni verður allavega merkilegra í minningunni hafandi allt sem hefur gerst síðan í huga.


mbl.is Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvaða hvaða, við skulum ekki gleyma því að það eina sem ríkisstjórnin gerði í sumar var að fylgjast mjög vel með, eins og ráðherrar hennar lýstu margoft yfir. Það gekk jú svo vel eins og dæmin sanna að það er sjálfsagt að halda því áfram, ekki satt?

Gestur Guðjónsson, 10.12.2008 kl. 18:33

2 identicon

Ég styð nú ekki Samfylkinguna en verð þó að vera hjartanlega ósammála því að Lúðvík hafi framið pólitískt sjálfsmorð í gær. Fannst hann þvert á móti vera nokkuð hreinskilinn í svörum, sem er eiginleiki sem flestir ráðherrarnir mættu og þurfa að taka sér til fyrirmyndar.

Ekki að það hafi sérstaklega mikið vægi en þeir sem ég hef talað við í dag hafa flestir verið á sömu skoðun. Tilbreyting að sjá viðtal þar sem maður hefur það ekki á tilfinningunni að viðmælandinn sé að ljúga.

Baldur (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 18:56

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rétt Stefán þetta var skelfileg frammistaða hjá Lúlla.

Óðinn Þórisson, 10.12.2008 kl. 19:19

4 identicon

Segi ekki að það sjáist formæling, en við getum gagnrýnt eins og þú gerir við þína flokksmenn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kókið er víða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2008 kl. 20:54

6 identicon

Ég verð í sjálfu sér að segja að það er furðulegt hvað sumir eru seinir að kvekja á perunni, það lá alveg ljóst fyrir hverjir voru endurskoðendur ráðandi hluthafa í gamla Glitni. Það hefur einnig vakið furðu mína hvað skiptastjórar eru fljótir að selja á brunaútsölu þrotabú viðskiptavina gömlu bankanna án auglýsinga, þrátt fyrir að ráðamenn séu búnir að lýsa yfir gegnsæi í þeim gjörningum. Í fréttum í kvöld var talað við 2 skiptastjóra sem seldu á nokkrum dögum til sömu eigenda er áttu fyrirtækin áður "BT" og "Apple" og var borið fyrir sig að selja áður en varan eyðilegðist. Trúir því nokkur maður að enginn geti rekið þessi fyrirtæki í nokkrar vikur meðan eðlilegt  söluferli gengur yfir, nei ég veit að þarna ræður líka græðgi viðkomandi lögmanna sem fá fasta prósentu af sölu sama hversu langan tíma hún tekur. 

Þorsteinn Víðir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:54

7 identicon

Ég segi bara eins og Ingibjörg Sólrún ... "það er engin kreppa."

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ræðir Samfylkingin nokkuð annað en ESB?

Sigurður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sigurður, Samfylkingin er að koma upp um sig sem eins máls flokkur.

Gestur Guðjónsson, 12.12.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband