Fjárlagafrumvarp í móðu - erfiðar ákvarðanir

Mikið er það nú gott að fjárlagafrumvarpið í skugga hinnar erfiðu stöðu þjóðarinnar sé loksins komið fram, þó vissulega sé það enn í mikilli móðu þess á eftir að gerast næstu mánuði. Frumvarpið sem lagt var fram fyrir tveim mánuðum er orðið að fornleifum og var blásið út af borðinu í raun örskotsstundu eftir að það var lagt fram. Sem hægrimanni er frekar óþægilegt að horfast í augu við útsvars- og tekjuskattshækkun. Skilaboðin eru einföld: við berum byrðarnar.

Kjaftasagan segir þó að þetta sé aðeins fyrsta skrefið á langri leið og búast megi við uppstokkun á frumvarpinu þegar líður á næsta ár. Sjaldan hefur fjárlagafrumvarpið verið heilagt og í vinnslu í raun allt árið. Plaggið sem samþykkt er í árslok ár hvert breytist jafnan talsvert og öruggt má teljast að sú verði raunin með þetta.

mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband