Íslendingar áttu að sýna Bretum klærnar

Ég er algjörlega sammála Guðna Ágústssyni, fyrrum formanni Framsóknarflokksins, um að íslenska þjóðin átti að sýna Bretum klærnar í verki með því að slíta stjórnmálasambandi við Bretland eða tjá okkur mun meira ákveðið innan NATÓ en gert var vegna framkomu þeirra við okkur. Íslenska ríkisstjórnin missti af tækifærinu með því að tjá sig ekki með mun ákveðnari hætti í erlendum fjölmiðlum strax í kjölfarið og missti þetta niður í tapað spil. Með því að snúa vörn í sókn hefði íslenska þjóðin getað styrkt stöðu sína og náð vopnum sínum í þessari deilu.

Fyrstu viðbrögð mín þegar Gordon Brown hjólaði í íslensku þjóðina á Sky-sjónvarpsstöðinni í október voru að slíta ætti stjórnmálasambandinu, senda breska sendiherrann heim og taka frumkvæðið í stöðunni - fara með málið með þjósti fyrir NATÓ. Enda svona eiga menn ekki að geta unnið. Pólitíski durturinn Gordon Brown átti ekki að komast upp með þetta. Ég meinti þetta algjörlega þá og stend enn við þessa skoðun. Mjög mikil mistök að taka ekki drastíska ákvörðun en beygja sig þess í stað undir þetta vald.

Og svo er talað um að málsóknin gegn bresku kratastjórninni alræmdu sé við það að renna út í sandinn. Mikil verður skömm stjórnvalda ef þeim tekst að klúðra því máli hjálparlaust.

mbl.is Hefði jafnvel átt að segja Ísland úr NATÓ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband