Ingibjörg Sólrún hótar sjálfstæðismönnum

Ég túlka ummæli Ingibjargar Sólrúnar í Vikulokunum í morgun sem beina hótun til sjálfstæðismanna. Ekki hægt að gera annað, enda er þetta sett fram í þeim stíl. Miðað við þessi orð er sjálfgefið að kosið verður eftir nokkra mánuði, væntanlega í vor. Hef reyndar verið viss um það í nokkurn tíma að kosningar þurfi á næsta ári til að stokka mál upp og færa mál fram á við. Mér finnst vorið eða síðsumar bestu tímapunktar í þeim efnum. Þá verður að stokka spilin upp á nýtt og færa mál áfram.

En mér líkar ekki við þessa tjáningu Ingibjargar Sólrúnar. Stjórnarsamstarf er samstarf um málamiðlanir og sameiginlega verkstjórn um að sætta ólík sjónarmið. Slíkt felst ekki í þessum ummælum, nema síður sé. En við þessa hótun finnst mér tilhugsun um kosningar á næstu mánuðum mun betri og finnst mikilvægt að mál verði stokkuð upp sem fyrst og tel eðlilegt að tímasetja kosningar fljótlega.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Sæll Stefán,

Það er afar slæmt ef Solla ætlar ekki einu sinni að líta við því ef niðurstaðan verður sú að hagstæðast sé fyrir þjóðina í þessum erfiðleikum og skipta um mynt og að það sé of langur tími til að bíða eftir Evru með aðild. Landsfundurinn er í raun markleysa eftir þessa yfirlýsingu hennar.

Það er bara hennar leið eða þjóðin þarf að bíða í marga mánuði til að fá rönd við reist.

Vilborg G. Hansen, 13.12.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessi orð ISG skipta engu máli þegar kemur að ákvörðun landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
Sú ákvörðun sem þar verður tekin verður byggð á því hvað er best fyrir ísland og Íslendinga, ekki hvað huggnast sf.
Ef sf gengur út þá er alveg ljóst að þar opnast pláss fyrir Framsókin.
Mundu Stefán að Geir hefur þingrofsréttinn.
Og ef sf gengur út þá er við laus við Þórunni - Húsvíkingar myndu örugglega fagna því.

Óðinn Þórisson, 13.12.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála Vilborgu sjálfstæðismenn eru knúnir til að samþykkja aðild að ESB til að halda stjórnarsamstarfinu. Það er líklega bara formsatriði að halda landsfund og samþykkja aðild.  Því miður hefur Óðinn rangt fyrir sér það verður ekki byggt neitt álver á Bakka í bráð því áltonnið er komið niður í 1550 $ fyrir tonnið og Framsókn er að gerast ESB flokkur.

Mín spá er sú að  Sjálfstæðisflokkurinn guggni fyrir hótun Ingibjargar og í kjölfarið komi öflugur flokkur andsnúinn ESB og flokkakerfið riðlist kjölfarið. Þetta gæti líka verið tilgangur Ingibjargar?

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 16:57

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nei og sjá. ESB einangrunnarsinninn sem ekki þorir að koma fram undir nafni kallar þá sem ekki vilja loka okkur inn í myrkri einangrunnar og haft ESB, einangrunnar sinna.

Við eigum að eiga í samskiptum og viðskiptum við alla 6,5 milljarðanna sem byggja þessa Jörð. Ekki bara þessa 500 milljónir sem búa í ESB. Við erum ekki lengur á hinum myrku miðöldum þar sem endi veraldar var handan evrópu. 

Fannar frá Rifi, 13.12.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ingibjörg Sólrún breytist alltaf í nærveru fjölmiðla. Skýringin á þessum fullyrðingum hennar er því sennilega athyglisþörf. Það væri alla vega fallega skýringin...hin er sennilega sannari að hún er að hóta Sjálfstæðisflokknum.

Næsta spurning er þá; hvað telur hún sig ná fram með því að hóta þessu ?
-að Sjálfstæðismenn beygi sig undir hennar vilja...nei svo vitlaus er hún ekki
-að Sjálfstæðismenn skyrrist við og geri allt til að virðast ekki hlaupa eftir hennar flautu...með þeim árangri þá að niðurstaðan yrði ESB höfnun á Landsfundi. ISG rýfur stjórnina til að tefla djarft með ESB spilinu til að ná ?? meirihluta Samfylkingar einnar ??...það væri þokkalega djarft.
-að vagga og velta svo ríkistjórninni með þessum yfirlýsingum að Sjálfstæðimenn rjúfi stjórnarsamstarfið ?...Samfylkingin væri þá þessi ábyrgðarfulli stjórnmálaflokkur að þeim hafi aldrei dottið í hug á þessum erfiða tíma að hlaupa frá borði...rétt svona til að standa í góðu ljósi ? Kannski.
-svo er hitt að spilin liggja hvort sem er til kosninga í vor. Finnst henni ekki hreinlega kominn tími til að víkja af sameiginlegri leið við Sjálfstæðismenn til þess að skilja þá eftir með Efnahagsvandann í skauti sér. Sjálf mun hún reyna að þvo Samfylkinguna af allri ábyrgð. Það gæti reynst henni erfitt, en það mun verða þemað fyrir kosningar samt.

Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Einar Solheim

Þetta er engin hótun, heldur eðlileg túlkun á stöðu mála - og frekar vill ég að hún sé tjáð hreinskilningslega og fagna því orðum ISG.  Það er rétt að stjórnarsamstarf snýst um málamiðlanir, en það eru engar málamiðlanir varðandi ESB.  Við getum ekki farið hálfa leið inn.  Annað hvort förum við þangað inn eða ekki.  Þjóðin á að fá að kjósa um það, og það mun hún sem betur fer gera.
Sjálfum finnst mér xD vera að gera frábæra hluti með evrópunefnd sinni.  Þar fer fram vinna sem hefði átt að eiga sér stað fyrir löngu.  Óska þér og þínum flokksmönnum líka til hamingju með frábæran vef www.evropunefnd.is, og vona að þið kynnið ykkur málin ítarlega þannig að þið getið nú tekið rétta afstöðu.

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég skil ekki á hvaða forsendum, formenn stjórnarflokka, geta komið með svona yfirlýsingar án þess að upp úr sjóði. Ef tveir flokkar eru við stjórn finnst mér að formenn þeirra megi ekki koma með svona yfirlýsingar, nema að hafa talað við mótaðilann. Þetta á jú að heita stjórnarSAMSTARF, en ekki eiginhagsmunapot. Það er alveg sama hvað manni finnst um samstarfsaðilann, maður getur ekki bara sagt það sem manni dettur í hug. Ef maður er ekki sammála samstarfsaðilanum, verður maður að láta viðkomandi vita, en það getur haft í för með sér samstarfsslit, hvort sem manni líkar betur eða verr.

Það gæti samt hugsast að landanum væri betur borgið án Samfylkingarinnar. Þó ég sé ekki innmúraður Sjálfstæðismaður, hef ég það á tilfinningunni að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem VIRKILEGA standi vörð um SJÁLFSTÆÐI þjóðarinnar.

Kveðja frá Danmörku

Steinmar Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 19:29

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta hefði ekki gerst í ESB:

Fyrir það fyrsta hafa tiltölulega lágir vextir á evrusvæðinu til þessa verið afleiðing efnahagsstöðnunar í þeim ríkjum sem Seðlabanki Evrópusambandsins, Frakklandi en þó einkum Þýzkalandi. Það er engin trygging fyrir því að Evrópusambandsaðild muni leiða til lægri vaxta hér á landi eða verðlags til lengri tíma litið. Það mun svo sannarlega ekki koma neitt fram í hugsanlegum aðildarsamningi við Evrópusambandið að það ábyrgist lága vexti eða lágt verðlag á Íslandi um alla framtíð, þar mun eðlilega ekkert vera minnzt á slíkt enda getur sambandið ekki frekar ábyrgst slíkt en að það verði alltaf gott veður á Íslandi kæmi til aðildar.

Forsætisráðherra Íralds, Brian Cown, þurfti ekki að viðurkenna neitt í þessum efnum. Hann er harður Evrópusambandssinni. Þarna gæti allt eins staðið að Ingibjörg Sólrún hefði viðurkennt að Evrópusambandsaðild yrði góð fyrir Íslendinga. Álíka gáfulegt.

Yfirrstjórn og þar með yfirráð yfir aulindinni í kringum Íslands færðist til Brussel við aðild, það er einfaldlega staðreynd sem kemur t.d. skýrt fram í skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra sem kom út á síðasta ári. Við myndum hugsanlega fá úthlutað mestum kvóta við Ísland til að byrja með en reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar sem hefði það í för með sér er tímabundin ráðstöfum sem til stendur að afnema þegar aðstæður verða réttar. Og það verður hægt án samþykkis okkar Íslendinga þó við verðum aðilar að Evrópusambandinu þar sem ekki þarf einróma samþýkki til þess.

Ef aðildarríki Evrópusambandsins væru í raun sjálfstæð væru stofnanir Evrópusambandsins nær valdalausar. Það eru þær ekki heldur hafa þær gríðarleg og vaxandi völd yfir aðildarríkjum sambandsins sem áður var hluti af fullveldi þeirra og sjálfstæði. Það er í því í bezta falli vafasamt hvort aðildarríki Evrópusambandsins eru í raun sjálfstæð og fullvalda. Í öllu falli væri Þýzkaland mun meira sjálfstætt innan sambandsins en Ísland yrði enda fer vægi hvers aðildarríkis, og þar með möguleikar á áhrifum, fyrst og fremst eftir því hversu fjölmennt það er. Sá mælikvarði myndi eðli málsins samkvæmt seint henta okkur Íslendingum. Fyrir vikið yrði vægi okkar innan Evrópusambandsins lítið sem ekkert.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.12.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband