Jón Bjarki kemur upp um lygar Reynis

Ekki hægt að segja annað en Jón Bjarki Magnússon hafi bundið enda á vafann í DV-málinu með því að birta nokkurra vikna einkasamtal sitt og Reynis Traustasonar í Kastljósi, þar sem Reynir staðfestir allt sem Jón Bjarki hefur sagt í dag. Með því hefur Reynir verið staðinn að lygum, þar sem hann reyndi að búa til útgönguleið út úr umfjölluninni fyrir DV með því að fegra sjálfan sig og stöðuna. Eiginlega er það kuldalega ógnvekjandi að heyra Reyni segja sjálfur að blaðið hefði verið tekið niður ef ekki væri farið eftir skipunum utan úr bæ eftir að hafa neitað því margoft í dag.

Jón Bjarki má eiga það að hann spilar eftir sinni sannfæringu - lét ekki bjóða sér þessi vinnubrögð og ljóstrar upp um málið þegar Reynir reynir að slökkva eldinn. Þetta er sannarlega fjölmiðlun á rauntíma, skúbb af besta tagi. Hann getur verið stoltur af framgöngu sinni, koma með sannleikann og afhjúpa atburðarásina endanlega eftir frekar máttlausir tilraunir til að þagga umræðuna niður.

Eftir standa tvær spurningar. Hver ætlaði að stjórna DV með því að hóta ritstjóranum og hver er það sem stjórnar í raun þessu blaði?


mbl.is Segja blaðamann í herferð gegn DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Er hugsanlegt, að þeir aðiljar, sem stöðvuðu framgang svonefndra laga um

eignarhald á fjölmiðlum, eigi hér hlut að máli ?

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 15.12.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Stefán, sammála þér enda sjálf búin að tjá mig á líkum en styttri nótum.  En tók enginn eftir rúsínunni í pylsuendanum: 

"Fyrir tveimur vikum var honum  [Jóni Bjarka]  falið að skrifa nærmynd um Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann sinnti því í engu, segja ritstjórar DV í yfirlýsingu sinni."

Athyglisvert að þarna gáfu ritstjórar DV aukaupplýsingar um innanhúss verkefnalista blaðamanns sem kom viðkomandi umræðuefni ekkert við.  Af hverju gerðu þeir það?

Kolbrún Hilmars, 15.12.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Stefanía

Ekki segja mér að þetta komi ykkur á óvart !

Það þarf ekki nema að heyra í og sjá Reynir, til að vita hvern mann hann hefur að geyma.

Stefanía, 16.12.2008 kl. 00:54

4 identicon

Mig langar að velta upp öðrum fleti; hafi Reynir verið að sanka að sér STÓR-FRÉTT, aðalfréttinni, þar sem hann kæmi fram með "allan sannleikann" með sannanir og alles, væri þá ekki hugsanlegt að hann, sem reyndur blaðamaður, höfðaði til hins unga og óreynda? Að þagga niður í honum á einhvern þann hátt sem gæti höfðað til unglings? Af hverju talaði hann þá ekki við hann á þeim nótum? Ungur blaðamaður sem skilur orð Reynis ekki öðruvísi en þau eru sögð, hvað á hann að gera? Þegja? Hvað var Reynir í raun og veru að segja honum? Það er sama út frá hvaða sjónarhorni litið er á málið, það endar á sama punkti: óheiðarleika. Ungi maðurinn hefur sér til afsökunar að enginn hefði trúað honum ef hann hefði ekki tekið samtalið upp. Reynir segir allt aðra sögu af þeirra samskiptum. En hvers vegna í ósköpunum talar hann svona við hinn unga blaðamann? Er hann búinn að gleyma hvernig það er að vera ungur og ákafur? Mér finnst bara fínt að þetta mál kom upp, hvernig sem á það er litið. Reynir getur þá klárað sína frétt, þó hún væri ekki eins og hann hefði hugsað sér í upphafi. Peðið felldi kónginn. Þannig er það bara. Ég hugsa samt að Reynir viti ýmislegt sem væri vel þegið að liti dagsins ljós. DV er bara blað sem ég hætti að lesa og kaupa hér um árið út af æsifregna- og kjaftasögukeimnum. Það væri bara fínt að fá annað blað sem væri aðeins fágaðra og ómengað af pólitík og eignarhaldi.

Nína S (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband