Reynir verður að segja hver stöðvaði DV-fréttina

Tímabært er nú að Reynir Traustason, ritstjóri DV, svipti hulunni af því hver ætlaði að stöðva DV-fréttina og í hvaða tilgangi nákvæmlega. Mér finnst reyndar benda til þess að ástæða þess að hann hefur ekki gert það nú þegar sé vegna þess að sá aðili sé hvorki tengdur Landsbankanum eða Björgólfi Guðmundssyni, sem hafði engin völd til að stöðva fréttaflutninginn í síðasta mánuði, eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt.

Reynir þarf að koma fram og tala hreint út, leysa frá skjóðunni. Trúverðugleiki hans er enginn ef á að þaga eða vera með hálfkveðnar vísur. Reyndar blasir við að orðspor hans er stórlega skaddað, ef ekki farið í vaskinn.


mbl.is Björgólfur: Fjarstæða en kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sama hvað hver segir í þessu útrásarlið trúi engum og ekki heldur Reyni T

Guðrún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: H G

Sammála þér um Björgólf ! -- og Reynir á, sumsé að SAGA, en ekki ÞAGA?!

H G, 16.12.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband