Mikilvægt að höfða mál gegn bresku stjórninni

Ég vil hrósa Sigurði Kára Kristjánssyni fyrir að leggja fram á Alþingi frumvarp um málshöfðun gegn Bretum vegna þess hversu ómerkilega breska ríkisstjórnin undir forystu Gordon Brown réðist gegn íslensku þjóðinni. Full flokkasamstaða er um þetta mál og ætti það því að verða samþykkt - með því ætti að vera trygg samstaða um að fara í aðgerðir sem fyrst. Íslenska ríkisstjórn brást gjörsamlega í fyrstu viðbrögðum sínum og koma þarf í veg fyrir að þetta mál lognist út af í einhverjum aumingjaskap.

mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að svara fyrir sig - eins og við værum menn. Erum við ekki menn? Er þetta einhver spurning? Gordon Brown er nauðómerkilegur stjórnmálamaður sem lifir í þeirri von að geta fengið atkvæði fyrir það að sparka í liggjandi mann. Breska þjóðin er ómerkileg ef hún verðlaunar hann fyrir verkið. Íslenska þjóðin er ómerk og ónýt ef hún sækir ekkir þá bresku fyrir tiltækið, sem varð til þess að fyrirtæki dóu og þjóðin féll.Ef íslenska ríkisstjórnin fer ekki í málið og sækir sinn rétt þá er hún ónýt og ómerkileg og ég mun aldrei styðja hana, hvorki í nútíð né framtíð. Og mitt atkvæði skiptir máli, skal ég segja þér!

MacBook Pro (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband