Beinast mótmælin nú að réttum aðilum?

Ég er ekki hissa á því að fólk mótmæli í bönkunum. Er eiginlega mest hissa á að það hafi ekki gerst fyrr en rúmum tveimur mánuðum eftir bankahrunið. Mikilvægt er að mótmæla því að þar sitji stjórnendur frá liðnum tímum og umdeildir menn sem hafa verið dæmdir fyrir alvarleg brot, nátengdir mönnum sem hafa verið umdeildir og eru lykilmenn í falli þjóðarinnar.

Ég held að atburðir síðustu daga hafi opnað augu margra fyrir því bankakerfið er rotið og fjölmiðlarnir líka, sem hafa bara þjónað duttlungum auðmanna úti í bæ, eigenda sinna og vina þeirra.

Þessu er mikilvægt að mótmæla og bankarnir eru góður staður til að tjá skoðanir sínar, meðan spillingin og blekkingin heldur áfram að grassera.

mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega það kom að því að fólk færi að m´tmæla á réttum stöðum og það ætti líka að mótmæla fyrir utan Grísastaðina

garún (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála að þessu sinni.

Þetta virðist líka hafa farið fram án ofbeldis, sem er gott mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband