Þjónað hagsmunum eigendanna á Baugsblöðum

Mér finnst óhugnanlegt að sjá inn í kviku þess sem hefur gerst á dagblöðum í eigu Baugsmanna. Þar hefur verið setið á mikilvægum gögnum og upplýsingum, allt til að þjóna hagsmunum eigendanna. Engu er líkara en eigendurnir hafi haft ritstjóra og yfirmanna blaðanna í vasanum og fylgst með eða gefið skipanir um það sem gert var á ritstjórnarskrifstofum í mikilvægri og heiðarlegri fréttaumfjöllun. Þar hafi verið unnið eftir rörsýn eigendanna.

Þetta er grafalvarlegt mál og þarf að fara yfir svo þessir fjölmiðlar hafi einhvern trúverðugleika og hlutverk fyrir lesendur úr að spila en verði ekki endanlega stimplaðir sem áróðursmaskína eigenda sinna. Síðustu árin hefur það verið mjög hávær orðrómur en það virðist staðfest með uppljóstrunum blaðamanna sem fengu nóg af ofríkinu og ritskoðuninni á ritstjórnarkontór. Vonandi munu fleiri láta samviskuna ráða og segja frá vinnubrögðunum.

mbl.is Fyrrum blaðamaður DV segist hafa sætt ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Allt sem sagt var um þessa svo kölluðu frjálsa fjölmiðla um að þeir gengu atbeina eiganda sinna var rétt.

ríkistjórnin á að koma fram með fjölmiðlalög strax. var ekki vinna og nefnd sett af stað til þess búa til ný lög? 

en ég efa það stórlega að Ingibjörg Sólrún og Baugsfylkingin muni nokkurntíman fara upp gegn eigandanum. 

Fannar frá Rifi, 17.12.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband