Aðsúgur gerður að Jóni Ásgeiri við 101 Hótel

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, varð fyrir aðsúg við 101 Hótel í miðbæ Reykjavíkur í dag og munaði litlu að kæmi til átaka milli hans og mótmælenda sem sóttu að honum. Öskrað var á Jón Ásgeir og reynt að slá til hans. Komst undan með naumindum í bifreið sinni, eftir því sem ég heyrði áðan, en ég fékk tölvupóst frá manni sem heyrði af þessu og sá til.

Ólgan í samfélaginu er greinilega farin að beinast að auðmönnunum og bönkunum, mun frekar en stjórnmálamönnum, enda mun frekar hægt að benda á tengsl þeirra við hrunið í gegnum útrásina. Óánægja almennings er vissulega mjög skiljanleg og ekki undarlegt að sú gremja beinist að útrásarvíkingunum, þó ekki sé gott ef þau verða mjög ofbeldisfull.

Þessi óánægja er þó til marks um þá deiglu sem á sér stað í umræðunni, þar sem sífellt fleiri beina gremjunni að auðmönnum sem hafa skuldsett þjóðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er Sammála þér að mótmæli meiga ekki vera ofbeldisfull.

Það sem fer mest í taugarnar á mér er að allir þeir sem bera ábyrgð á þessu komast upp með þetta bæði stjórnmálamenn og útrásarvíkingarnir halda sínum stöðum og góðu launum og við almenningur þurfum að taka á okkur skuldir þessara manna. Í löndum eins og usa væru þessir menn löngu komnir í handjárn og komnir bak vil lás og slá sem sýnir okkur það að regluverkið í kringum viðskiptaglæpi á Íslandi er ekki nógu gott.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Mér finnst bara dapur ef á að fara leysa hlutina með ofbeldi " og mér finns heldur ekki rétt að segja "þó ekki sé gott ef þau verða mjög ofbeldisfull."

Við leysum ekkert með þessu móti og ef eitthvað þá hreinlega gerum okkur að minni mönnum. Við verðum að treysta löggjafavaldinu fyrir sakfellingum ef þær verða, og ef þær verða ekki er það vegna þess að þeir brutu ekki lögin.

sárt en satt.

Gunnar Björn Björnsson, 17.12.2008 kl. 22:11

3 identicon

Gunnar þú segir láta löggjafarvaldið um þetta, þá verða að koma óháðir útlendingar í Hæðstarétt, mín reynsla af hæstarétti er sú að ég tapaði auðunnu máli þar sem dómarar voru allir frímúrarar að vinna fyrir sinn klíkubróðir. Einn af dómurunum var fyrverandi forsetaframbjóðandi  P.H

Bensi (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband